19.03.1942
Neðri deild: 22. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 958 í B-deild Alþingistíðinda. (2498)

Fyrirspurnir um stjórnarráðst. o. fl.

*Fjmrh. (Jakob Möller):

Þó að ég standi í raun og veru utan við það, að mér beri að svara þessari fyrirspurn, af því að þetta mál heyrir ekki undir þann hluta af störfum félmrh., sem ég hef tekið við, þegar breyt. varð á ríkisstj., heldur þann hluta, sem hæstv. viðskmrh. tók við, þá vil ég samt taka það fram, að ég veit ekki til, að nein rannsókn hafi farið fram þessu viðvíkjandi. Að öðru leyti get ég lítið um þetta mál sagt. Hvað ríkisstj. gerir í þessu máli hér eftir, get ég ekki svarað, þar sem ég veit ekki, hvaða afstöðu ráðh. taka til þess né heldur ríkisstj. í heild.