06.05.1942
Efri deild: 50. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 961 í B-deild Alþingistíðinda. (2504)

Fyrirspurnir um stjórnarráðst. o. fl.

*Sigurjón Á. Ólafsson:

Herra forseti ! Ég vildi leyfa mér að bera hér fram þá fyrirspurn til hæstv. ríkisstjórnar og þá til hæstv. forsrh., sen er hér staddur og á sæti í þessari hv. deild, hvort það sé rétt, sem skrifað hefur verið í flokksblaði hæstv. ráðh., „Tímanum“, í gær, að samningar væru þegar gerðir milli ríkisstj, og setuliðanna hér á landi um mannafla til starfa hjá setuliðunum. Og ef sú fregn er rétt, þá vildi ég vinsamlegast fara fram á það við hæstv. ráðh., að hann skýrði hv. d. frá, hvernig þeir samningar eru í aðalatriðum, en það hef ég ekki séð neitt um.