26.03.1942
Sameinað þing: 3. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 86 í C-deild Alþingistíðinda. (369)

1. mál, fjárlög fyrir árið 1943

Fjmrh. (Jakob Möller):

Ég verð að byrja á að beiðast afsökunar á því, hve lengi það hefur dregizt, að fjárlagafrv. yrði tekið fyrir til fyrstu umr. En það stafar af því, að sú undirbúningsvinna ríkisbókhaldsins, sem venjulegar skýrslur um afkomu ríkissjóðs á umliðnu ári eru byggðar á, hefur að þessu sinni orðið miklu tafsamari en venjulega. Og að lokum varð mér það svo á að ákveða umr. tveimur dögum fyrr en ég við nánari athugun treysti mér til að standa við. Þessi dráttur þarf hins vegar ekki að tefja þingstörfin, svo sem ætla mætti, því að fjárlagafrv, er fyrir alllöngu komið fram, og hefur því hv. fjvn. átt þess kost að byrja störf sín miklu fyrr, og endanleg afgreiðsla fjárl. þyrfti ekki að tefjast svo mjög þess vegna eða þingið að sitja miklu lengur, jafnvel þótt nauðsyn þætti bera til að afgreiða fjárl. áður en þessu þingi lyki, sem vafasamt er, að þurfa þyki eða betur ráðið en að fresta því til síðara þinghalds á þessu ári, þegar betur verður séð, hverju fram muni vinda um afkomumöguleika þjóðarbúskaparins á næsta ári.

Ég skal nú lesa upp skýrslur þær, sem venja er að gefa við þetta tækifæri um afkomu ríkissjóðs á umliðnu ári, en það eru: bráðabirgðayfirlit yfir tekjur og gjöld ríkissjóðs á árinu 1941, sem ríkisbókhaldið hefur gert, eftir því sem næst verður komizt að svo stöddu, bráðabirgðagreiðsluyfirlit. En síðar mun ég svo lesa upp bráðabirgðayfirlit yfir skuldir ríkissjóðs í árslok 1941.

Umfr.

Gjöld: Fjárlög Reikn. fjárl.

Vextir ............................. ............... 1936 1800 - 136

Borðfé konungs .................................... 75 - 75

Alþingiskostnaður .................................. 246 527 281

Stjórnarráðið ....................................... 392 634 242

Hagstofan .......................................... 82 100 18

Utanríkismál ....................................... 206 504 293

Dómsmál………………………………….. 1569 2850 1281

Embættiskostnaður .................................. 410 707 297

Heilbrigðismál 866 847 - 19

Vegamál ............................................ 1897 4270 2373

Samgöngur á sjó ................................... 391 1199 803

Vitamál og hafnargerðir ............................ 705 650 - 55

Til flugmála ........................................ 30 30

Kirkjumál .......................................... 439 472 33

Kennslumál ................ ...................... 2087 2354 267

.

vísindi, bókmenntir og listir 329 386 57

Atvinnumál ........................................ 3860 5012 1152

Styrktarstarfsemi .................................. 1713 2456 743

Eftirlaun .. ....................................... 333 340 7

Verðlagsuppbót ..................................... 350 3067 2717

(Viss útgjöld ...................................... 100 724 624.

Heimildarlög ....................................... 99 99

Þingsályktanir .................. ............. 18 18

Væntanleg fjáraukalög .............................. 1555 1555

Sérstök lög ......................................... 1220 1220

18016 31821 13805

Tekjuafgangur 462 17715

Samtals 18478 49536

Tekjur : Umfr

Fjárlög Reikn. fjárl.

Skattar og tollar:

Fasteignaskattur ........................... 445 518 73

Tekju- og eignarskattur . 1900 9248 7318

Stríðsgróðaskattur ................... 2705

til sýslu- og bæjarfél. ............ 1244

1461 1461

Lestagjald af skipum ...................... 55 63 8

Aukatekjur ................................ 750 670 120

Erfðafjárskattur ........................... 56 150 94

Vitagjald .................................. 390 326 - 64

Leyfisbréfagjald ........................... 28 99 71

Stimpilgjald ............................... 500 1244 744

Bifreiða- og benzínskattur ................. 655 1379 727

Stimpilgjald af ávísunum . . . . . . . . . . . . . .. .. 75 38 - 37

Útflutningsgjald ..................... 2152 650

- hl. Fiskveiðasjóðs ................ 270

1882 1232

Vörumagnstollur ........................... 4600 6977 2377

4260 16387 12127

Verðtollur .................................

Fjárlög Reikn. Umfr. fjárl.

Gjald af innlendum tollvörum ............. 400 1115 715

Skemmtanaskattur .......... ............. 135 403 268

Veitingaskattur ............................ 100 260 160

14799 42220 27421

Hækkun eftirst., endurgr. og innh.laun . . . . 1080 - 1080

41140 -

26341

Ríkisstofnanir:

Póstmál .................... ............ 30 90 60

Landssíminn ......................... .... 663 l060 397

Áfengisverzlunin ........................... 1550 1888 338

Tóbakseinkasala .......................... 670 2230 1560

Ríkisútvarp og viðtækjaverzlun 76 585 509

Ríkisprentsmiðja .......................... 60 96 36

Landssmiðja ............................... 17 301 284

Bifreisaeinkasala ........... ............. 31 893 862

Grænmetisverzlun .......................... 215 215

Áburðarsala ............................... 89 89

Vífilsstaðabú .............................. 23 23

Kleppsbú ................................... 21 21

— 7491 —

4394

Tekjur af fasteignum ........................ 8 8

Vaxtatekjur ................................. 524 470 = 54

Óvissar tekjur ............................... 50 140

Skiptimynt .................................. 287

—- 427 377

Samtals 18478 49536 31058

Samkvæmt rekstraryfirlitinu, sem ég las upp, hafa gjöld ríkissjóðs á árinu í heild farið fram úr áætlun um 14090 þús. að frádregnum 285 þús., sem sparazt hafa á fjórum einstökum liðum, eða 13805 þús. Meira en helmingur umframgreiðslnanna, eða 7523 þús., er viðkomandi fjórum gjaldaliðum, sem áætlun er gerð um í fjárl., þ.e. dómsmál, vegamál, atvinnumál (16. gr. fjárl.) og verðlagsuppbót. Samkvæmt sérstökum l., heimildum og þingsályktunum, sem ekkert er áætlað fyrir, er talið, að hafi verið greiddar 1337 þús., en án heimildar, sem leitað verður aukafjárveitingar fyrir á þinginu, 1555 þús. kr. Samtals nema þá þessar greindu umframgreiðslur 10415 þús. En umframgreiðslur, er nema 3675 þús., skiptast á marga liði, eða því nær alla liði gjaldabálksins.

Samkvæmt sérstökum l. eru taldar greiddar 910 þús. kr. vegna Fiskveiðasjóðs. Í l. um Fiskveiðasjóð var sjóðnum heitið 1000 þús. kr. framlagi úr ríkissjóði, en af því höfðu aðeins verið greiddar 90 þús. þar til nú, er fé var fyrir hendi, a rétt þótti að fullnægja þessari skuldbindingu.

Að svo komnu hefur þó ekki verið greitt af þessu í reiðu fé nema 386 þús. kr., en auk þess hefur ríkissjóður tekið að sér að greiða lán sjóðsins í Danmörku, er nemur 524 þús. kr. Stærstu upphæðirnar, sem auk þess hafa verið greiddar samkvæmt sérstökum l., eru 15 þús. vegna fiski- og síldarmats, 18 þús. vegna eftirlits með verksmiðjum og vélum, 67 þús. vegna skiptingar Reykjavíkurprestakalls, 24 þús. til Lífeyrissjóðs ljósmæðra, 50 þús. til Vátrfél. fyrir fiskiskip, 53 þús. vegna lestrarfélaga og kennslukvikmynda og 16 þúsundir kr. til opinberrar framfærslu.

Til greiðslna samkv. sérstökum l. bæri eiginlega einnig að telja umframgreiðsluna á 19. gr. fjárl., vegna verðlagsuppbótarinnar, 2717 þús. kr., sem er hæsta umframgreiðslan. En til þeirra greiðslna voru aðeins ætlaðar 350 þús. á fjár l., og er af því ljóst, hve fjarri því fór, að menn óraði fyrir því, hversu gífurleg þau útgjöld mundu verða.

Samkv. 22. gr. fjárl. hafa verið greiddar 54 þús. til hafnargerðar við sunnanverðan Faxaflóa og 40 þús. kr. til öldubrjóts í Hafnarfirði.

Greiðslur þær, sem taldar eru án heimildar og leitað verður aukafjárveitingar fyrir á þinginu, samtals 1555 þús. kr., eru þessar helztar: Vegna ríkisstjóraembættisins 180 þús., vegna sumardvaldar barna 176 þús., til rannsóknarstöðvar á Keldum 170 þús., vegna loftvarna 18 þús., skógræktar 24 þús., til kaupa á Gullfossi 15 þús., jarðbors 15 þús., lendingarbóta í Grindavík. 23 þús., til tundurduflaveiða 100 þús., vegna Petsamofarar Esju 1940 20 þús., sparisjóðaeftirlit, rekstrarráð o.fl. 30 þús., eftirgefnar skuldir 36 þús., aðallega til sveitarfélaga eða vegna ábyrgða þeirra, og loks 717 þús. kr. til Landsbankans vegna clearingviðskipta við Þýzkaland, samkv. samkomulagi, er gert var við bankann í apríl 1939 í sambandi við gengisbreytingu ísl. krónunnar. En þessi upphæð kynni þó á sínum tíma að verða endurgreidd.

Umframgreiðslurnar vegna hinna venjulegu fjárlagaútgjalda hafa orðið sem hér segir: Alþingiskostnaður fór 281 þús. fram úr áætlun, og er það af því, að reglulega þingið varð miklu lengra en gert var ráð fyrir, auk þess sem háð var 11/2 mánaðar þing um haustið, eða samanlagt 51/2 mánaðar þing á árinu, í stað venjulega 21/2–3 mánaða, auk þess sem allur þingkostnaðurinn varð að sjálfsögðu miklu meiri vegna aukinnar dýrtíðar en gert var ráð fyrir, enda mun mega gera ráð fyrir, að enn sé nokkuð ógreitt af þingkostnaði ársins.

Gjöldin samkv. 10. gr. 1, stjórnarráðið o.fl., hafa farið 242 þús. fram úr áætlun, og af því koma um 200 þús. á stjórnarráðið sjálft, 10 þús. á ríkisfjárhirzluna og bókhald, 10 þús. á útgáfu Stjórnartíðinda og 20 þús. á viðhald og endurbætur stjórnarráðshúss og ráðherrabústaðar. Samkv. upplýsingum ríkisbókhaldsins mun þó mega draga 20–30 þús. kr. frá skrifstofukostnaði stjórnarráðsins og leggja að við viðhald og endurbætur húsanna, en samkv. því ætti sá kostnaður að hafa orðið samtals 50–60 þús. kr., en skrifstofukostnaðurinn þá farið 170–180 þús. kr. fram úr áætlun, en í þeirri upphæð er innifalin verðlagsuppbót allmargra starfsmanna stjórnarráðsina, auk þess sem áætlunin hefur verið of lág, með hlíðsjón af því, hvað þessi gjöld hafa orðið undanfarin ár.

Gjöld 10. gr. II (hagstofan) hafa farið 18 þús. kr. fram úr áætlun, og stafar það m.a. af endurskoðun á launakjörum starfsfólksins, sem bar orðið mjög skarðan hlut frá borði í þeim efnum, samanborið við starfsfólk annarra ríkisstofnana, en auk þess hefur annar kostnaður að sjálfsögðu vaxið þar með vaxandi dýrtíð, eins og annars staðar.

Gjöld 10. gr. III. (utanríkismál) hafa skv. rekstraryfirliti farið 298 þús. kr. fram úr áætlun, eða orðið 504 þús. í stað áætlaðra 206 þús. En auk þess hafa sendisveitum landsins erlendis verið greiddar 220 þús. krónur, sem taldar eru fyrirframgreiðslur til þeirra og tilfærðar í greiðsluyfirlitinu. Alls hafa því greiðslur erlendis orðið 724 þúsund krónur.

Vitanlegt er, að mikið af þessu fé er greitt sem framfærslueyrir, styrkir og lán til Íslendinga erlendis, hins vegar eru skilagreinar enn ókomnar fyrir þessu fé að mestu leyti, enda öllum kunnugt, hverja örðugleika við er að etja í því sambandi.

Gjöld samkv. 11. gr. A, til dómgæzlu og lögreglustjórnar, hafa farið 1281 þús. kr. fram úr áætlun. Þessi gjöld voru á fjárl. ársins 1939 áætluð 1523 þús., en urðu það ár skv. ríkisreikningi full 1900 þús. kr. Árið 1940 voru þau áætluð 1530 þús., en urðu 1976 þús. Ár ið 1941 voru þau áætluð 1569 þús., eða rúmlega 400 þús. kr. lægri en þau urðu árið áður, og er bersýnilegt, að sú áætlun hefur verið allt og lág, þegar tekið er tillit til sívaxandi dýrtíðar. Umframgreiðslurnar hafa annars orðið þessar: Laun sýslumanna og bæjarfógeta og lögreglustjóra hafa farið 50 þús. kr. fram úr áætlun og eru orðin 1t33 þús. Laun hreppstjóra- hafa farið 10 þús. kr. fram úr áætlun og nema samtals 55 þúsund kr., og stafa umframgreiðslur þessar af launahækkun starfsmanna. Skrifstofukostnaður lögmannsins í Reykjavík hefur farið 7 þús. kr. fram úr áætlun, tollstjóra 127 þús., lögreglustjóra 25 þús. kr., sakadómara 53 þús. kr., tollgæzlan 117 þús. kr., lögreglukostnaður ríkissjóðs í Reykjavík 291 þús. kr., skrifstofukostnaður sýslumanna og bæjarfógeta 40 þús. kr., landhelgisgæzlan 450 þús. kr., en á þeim lið varð engin umframgreiðsla árið 1940, Litla-Hraun 47 þús. kr., lögreglu- og sakamálakostnaður 20 þús. og ýmislegt 44 þús. Í sambandi við umframgreiðslur á skrifstofukostnaði tollstjóra og við tollgæzluna, sem nema samtals 244 þús. kr., er þess að geta, að í þeim kostnaði er innifalinn verðlagsuppbót á öll laun, er greidd eru við þau störf.

Árið 1940 hafa þessi gjöld farið 167 þús. kr. fram úr áætlun, miðað við sömu áætlunarupphæðir, og er hækkunin því um 77 þús. kr., sem aðallega stafar þá af aukinni dýrtíð.

Aukningin á lögreglukostnaðinum í Reykjavík stafar af því, að ekki hefur þótt verða hjá því komizt að auka ríkislögregluna í bænum umfram þá 10 lögregluþjóna úr bæjarlögreglunni, sem ríkissjóður kostar, og varð það að ráði þegar á árinu 1940 að auka lögregluna þannig algerlega á kostnað ríkisins. Hafa þannig verið starfandi allt s. l. ár 20 fastir aukalögregluþjónar, sem ríkissjóður hefur greitt laun. Árir 1940 varð aukakostnaður af þessum sökum um 100 þús. kr., og tók það þó ekki nema til nokkurs hluta ársins. Á árinu 1941 hefur þessi aukakostnaður að sjálfsögðu orðið miklu meiri vegna lengri starfstíma og hækkandi verðlagsuppbótar. Auk þess mun vera innifalinn í þessari umframgreiðslu hluti ríkissjóðs í kostnaði við bæjarlögregluna frá fyrri árum, sem ágreiningur hafði verið um, en greiddur var á þessu ári.

En langsamlega hæsta umframgreiðslan er vegna landhelgisgæzlunnar, eða 450 þús. kr. Og af þeim 1281 þús. kr., sem allar umframgreiðslur skv. þessum lið 11. gr. nema, koma þó 985 þús. kr. á tollheimtuna, löggæzluna og landhelgisgæzluna.

Gjöldin samkv. 11. gr. B, sameiginl. embættiskostnaður o.fl., hafa farið verulega fram úr áætlun, eða um 297 þús. kr. Árið 1940 voru þessi gjöld áætluð 461 þús., en urðu 580 þús. Nú hafa þau orðið 707 þús. eða 127 þús. kr. hærri, og stafar sú hækkun af hækkandi kaupgjaldi vegna aukinnar dýrtíðar.

Gjöldin samkv. 13. gr. A, til vegamála, hafa orðið allt önnur og miklu mér í en gert var ráð fyrir í fjárl., eða 4270 þús. í stað áætlaðra 1897 þús. Stjórn og undirbúningur hefur þó ekki farið nema 39 þús. fram úr áætlun. Af því nemur hækkun á launum 850 kr., ferðakostnaður 3000 kr., aðstoðarmenn og mælingar 29 þús. og skrifstofukostnaður 5750 kr. Hins vegar urðu gjöldin til framkvæmdanna eins og hér fer á eftir samanborið við fjárl.:

Til nýrra vega ..................................... kr. 850000 í stað 381500

Viðhald og endurbætur ............................ — 1700000 — — 875000

Til nýrra vega af benzínskatti ..................... — 1000000 — — 288000

Samtals til vegag. og viðhalds kr. 3550000 í stað 1544500

Til brúargerða .................................. 270 þús. í stað 30 þús.

— fjallvega ........................................ 30 – - – 25 —

— áhalda ............................................ 50 – - – 35 —

_

— akfærra sýsluvega ................................. 55 – - – 40 —

— sýsluvegasjóða .................................. 140 – - – 85. —

Aðrar greiðslur urðu svipaðar, því sem áætlað hafði verið, nema að styrkir til vetrarflutninga urðu aðeins 1000 kr. í stað áætlaðra 11 þús. og iðgjöld til slysatrygginga urðu 20 þús. í stað áætlaðra 12 þús.

Gjöld samkv. 13. gr. B, samgöngur á sjó, hafa stórum farið fram úr áætlun, eða um 808 þús. kr. Af þeirri upphæð nema aukastyrkir til flóa báta 13 þús. kr., og mun það aðallega vera vegna Djúpbátsins.

En strandferðakostnaður ríkissjóðs hefur farið 795 þús. kr. fram úr áætlun og orðið 1000 þús. í stað áætlaðra 205 þús. Stafar þessi aukni kostnaður við strandferðirnar af því, að þetta ár hafa bæði strandferðaskipin verið í strandferðum, en flutningsgjöld ekki verið hækkuð svo sem þurft hefði, til að þau bæru sig, og af því að auk þess hefur ekki verið komizt hjá því að leigja aukaskip með miklum kostnaði til strandferða.

Umframgreiðslur vegna kirkjumála, skv. 14. gr. A, hafa orðið 33 þús. kr., 15 þús. kr. á framlagi ríkissjóðs til prestlaunasjóðs og 18 þús. kr. til húsabóta á prestssetrum. Framlagið til prestlaunasjóðs hefur verið áætlað jafnhátt bæði árin 1940 og 1941, en umframgreiðsla varð þó 36 þús., kr. fyrra árið.

Gjöld samkvæmt 14. gr. B, til kennslumála, hafa farið 267 þús. kr. fram úr áætlun. Af því hafa farið 76 þús. kr. til háskólans, 15 þús. kr. í námsstyrki erlendis, 30 þús. kr. til menntaskólanna og 50 þús. kr. til annarra skóla, 64 þús. kr. til barnafræðslu og 25 þús. kr. til húsmæðrafræðslu. Umframgreiðslan vegna barnafræðslunnar, stafar af launabótum barnakennara, utan kaupstaðanna, sérstaklega farkennara, sem bjuggu við svo léleg kjör, samanborið við það, sem nú er greitt, fyrir önnur störf, hver sem eru, að vonlaust er talið að halda þeim við kennsluna, nema þeir fengju þessar bætur. Um háskólann ber þess að gæta, að samkvæmt bráðabirgðayfirlitinu um tekjur og gjöld ársins 1940 virðast útgjöld vegna háskólans ekki hafa orðið nema um l79 þús. kr., en á árinu 1941 virðast gjöldin munu verða um 268 þús. kr. eða 89 þús. kr. hærri.

Gjöld samkv. 15. gr., til vísinda, bókmennta og lista, hafa farið 57 þús. kr. fram úr áætlun. af því koma 13 þús. kr. á Landsbókasafnið og 13 þús. kr. á Safnahúsið, 4 þús. kr. viðbótarstyrkar til Tónlistarskólans, 8 þús. kr. til skálda og listamanna. Samkv. ályktun Alþingis 10 þús. kr. til friðunar Þingvalla og ýmis gjöld 9 þús. kr.

Gjöld skv. 16. gr., til verklegra framkvæmda, eru á bráðabirgðayfirlitinu talin hafa farið 1152 þús. kr. fram úr áætlun, en einstakir gjaldaliðir hafa hins vegar samanlagt farið 1475 þús. kr. fram úr áætlun, eða 323 þús. kr. meira. Stafar þessi mismunur af því, að frádregna upphæðin hefur sparazt á tveimur liðum, þ.e. á atvinnubótafé 2I0 þús. kr. og jarðræktarstyrk 53 þús. kr. Umframgreiðslurnar skiptast að öðru leyti þannig: Búnaðarfélagið 96 þús., sandgræðsla 10 þús., verkfærakaupasjóður 10 þús. (talið vangreitt frá fyrri árum), búfjárrækt 28 þús., skógrækt 38 þús. auk áður talinna 24 þús., sem greiddar voru mæðiveikinefndinni fyrir girðingaefni, og hefur þá verið varið samtals 124 þús. kr. til skógræktar á árinu. Til áveitufélags Ölvesinga hafa verið greiddar 15 þús. kr. umfram 10 þús. kr. fjárlagaveitingu, til rannsóknarstofu atvinnuveganna 45 þús. kr., auk 72 þús. kr. fjárlagaveitingar, til Veðurstofunnar 32 þús., umfram 77 þús. kr., til skrifstofu húsameistara 24 þús., umfram 26400 kr., til skuldaskilasjóðs útvegsmanna 20 þús., umfram 160 þús., kostnaður vegna mæðiveiki og garnaveiki 1081 þús. umfram 675 þús. fjárlagaveitingu, og er því mæði- og garnaveikikostnaður á árinu samtals 1756 þús. kr., vegna verðlagsnefndar 33 þús. kr. umfram 45 þús. kr. fjárveitingu, vegna skömmtunarskrifstofu ríkisins 23 þús. kr. umfram 85 þús. kr., vegna húsaleigunefndar 20 þús. kr. umfram 6 þús. kr. fjárveitingu.

Gjöldin skv. 17. gr., til styrktarstarfsemi, hafa farið stórlega fram — úr áætlun, eða um 743 þús. kr. En þess er að gæta, að fjárlagaáætlunin er þetta ár sú sama fyrir þessum gjöldum eins og árið 1940. Umframgreiðslurnar eru þessar: Til berklavarna 300 þús., styrkur til sjúklinga samkv. lögum um ríkisframfærslu sjúkra manna og örkumla 105 þús., og stafa umframgreiðslur þessar af hækkun daggjalda á sjúkrahúsum. Vegna alþýðutrygginganna hafa umframgreiðslurnar orðið 317 þús. kr., og valda þar um fyrirmæli undanfarinna þinga um tillag ríkissjóðs til uppbótargreiðslna á áður lögmæltar tryggingargreiðslur. Umframgreiðslur vegna óskilgetinna barna hafa orðið 10 þús. og vegna nauðstaddra Íslendinga erlendis 11 þús.

Gjöld skv. 18. gr., eftirlaun, hafa farið 7 þús. kr. fram úr áætlun, og stafar það af greiðslum til manna, sem ákveðin hafa verið eftirlaun eða styrktarfé í fjárl. næsta árs.

Óviss gjöld skv. 19. gr. voru áætluð, eins og áður, 100 þús. kr., en urðu 724 þús. Mest af þeim gjöldum er hins vegar þannig vaxið, að þau mættu eins teljast til „væntanlegra fjáraukalaga“, engu síður en þau gjöld, sem á þann lið eru færð, þannig að aukafjárveitingar yrði leitað fyrir þeim nú þegar, í stað þess að það bíði afgreiðslu landsreikningsins. En það skiptir hins vegar ekki miklu máli, hvort heldur er gert. Stærstu greiðslurnar, sem taldar eru umframgreiðslur á þessum lið, eru: Verðmunur á síldarmjöli, sem selt hefur verið innanlands, skv. fyrirlagi ríkisstj. 186 þús. kr., kostnaður vegna viðskiptanefndar til Ameríku 75 þús. kr., annar nefndakostnaður 59 þús. kr., málskostnaður og greiddar skaðabætur 41 þús. kr., kostnaður vegna erlendra lána 36 þús. kr., kostnaður við töku innanríkisláns 34 þús. kr., kostnaður við æðstu stjórn landsins 25 þús. kr., mótornámskeið og próf 20 þús. kr., keypt hús til niðurrifs vegna flugvallargerðar 20 þús. kr., kostnaður vegna fiskifulltrúa á Spáni 15 þús. kr., greitt skrifstofunni „Íslenzk ull“ 15 þús. kr., viðgerð á bæjarfógetahúsinu í Vestmannaeyjum 13 þús. kr., samning lagafrumvarpa 10 þús. kr., og ýmsar smærri greiðslur nema samtals 50 þús. kr.

Undir fjárveitingu hafa orðið: Gjöld skv. 7. gr. um 136 þús. kr., og stafar það af því, að vextir af lausum skuldum hafa orðið þeim mun lægri en áætlað var.

Gjöld skv. 8. gr., borðfé konungs, hafa fallið niður að svo komnu.

Gjöld samkv. 12. gr., til heilbrigðismála, hafa orðið 19 þús. kr. undir áætlun vegna betri afkomu ríkisspítalanna en ráð var gert fyrir.

Gjöld samkv. 13. gr. C, hafnargerðir og lendingarbætur, hafa orðið 55 þús. kr. undir áætlun, vegna þess að framkvæmdir, sem ráðgerðar voru, hafa fallið niður.

Svo sem gjöldin hafa farið fram úr áætlun á árinu, þá hafa tekjurnar þó gert miklu meira en að mæta því. En mér telst svo til, að gjöldin hafi farið fram úr áætlun um 76%, en tekjurnar um 168%: Samkvæmt rekstraryfirliti ársins 1940 fóru gjöldin það ár 21% fram úr áætlun, en tekjurnar 44%.

Tekjur hafa orðið umfram áætlun á öllum liðum nema þremur. Vitagjald]ð hefur orðið 64 þús. kr. undir áætlun, og varð það þó 82 þús. kr. meira en árið 1940. Af þessari aukningu vitagjaldsteknanna sést, hve mjög siglingar og þá um leið vöruflutningar til landsins hafa aukizt, en einmitt samfara því hafa tekjur ríkissjóðs af innflutningsgjöldum aukizt stórum. Þannig hefur bifreiða- og benzínskatturinn farið 724 þús. kr. fram úr áætlun, vörumagnstollurinn 2377 þús. og verðtollurinn 12127 þús., eða þessir þrír tekjuliðir samanlagt um 151/4 milljón, sem er nálega helmingur allra umframteknanna. Þá hafa einnig tekju- og eignarskattur og stríðsgróðaskattur farið mjög fram úr áætlun eða um rösklega 8100 þús., auk þeirra 1244 þús., sem runnu til bæjar- og sveitarfélaga af stríðsgróðaskattinum, og er það allmyndarleg minningargjöf frá árinu á undan. Auk þessara skatta og tolla hafa orðið verulegar umframtekjur af stimpilgjaldi, eða 744 þús. kr., og hefur það orðið nálega 1/2 milljón kr. hærra en s.l. ár, og af gjaldi af innlendum tollvörum 715 þús. kr., og hefur það hækkað um 378 þús. frá því, sem það var talið s.l. ár. Þá hefur skemmtanaskatturinn, sem nú á að hverfa aftur til Þjóðleikhússjóðsins, gefið ríkissjóði að skilnaði 268 þús. kr., umframtekjur, og þar sem hann hefur alls orðið full 400 þús. kr. á árinu, spáir það vel fyrir þjóðleikhúsinu, þegar þar við bætist 120% álagið á kvikmyndaskattinn, sem hv. Nd. hefur nú samþykkt að bæta við hann. Loks má ekki gleyma veitingaskattinum, þó að hann sé nokkru lægri í loftinu, en hann hefur farið 160 þús. kr. fram úr áætlun og orðið nálega 100 þús. kr., hærri en s.l. ár, þegar ver ið var að talfæra það að fella hann alveg niður, og er þá víst alveg vonlaust orðið um, að það verði gert.

Þá er nú komið að ríkisstofnunum, og leggja þær sinn drjúga skerf til umframteknanna eða 4394 þús. kr., og er það rúmum 2 millj. kr. meira en s.l. ár, og eru nú jafnvel póstmálin farin að gera betur en bera sig. Hæst ber þar tóbakseinkasöluna, sem hefur meira en þrefaldað áætlunarupphæð sína og leggur til röskan þriðjung af umframtekjunum eða 1560 þús. kr., og hafa tekjurnar af henni orðið fullri milljón, eða 1110 þús. kr., meiri en á s.l. ári. Önnur stofnunin gerir þó hlutfallslega enn þá betur, og er það þó vafalaust eitthvert mesta olnbogabarn þjóðarinnar, bifreiðaeinkasalan, hún hefur hvorki meira né minna en nálega þrítugfaldað áætlunina, sem gerð var um tekjur af henni, og gefið af sér 893 þús. kr., og er það 760 þús. kr. meira en s.l. ár. Ríkisútvarp og viðtækjaverzlun leggja í sjóðinn 509 þús. umfram áætlun, og hafa tekjur þessara stofnana samanlagt orðið 417 þús. kr. meiri en í fyrra. Tekjur Landssímans hafa farið 397 þús. kr. fram úr áætlun og þó orðið 20 þús. kr. lægri en í fyrra, samkvæmt bráðabirgðayfirliti beggja ára, og virðist svo sem hv. fjvn. og aðrir hlutaðeigendur hafi þótzt sjá það fyrir, að heldur mundi fara að halla undan fyrir stofnuninni, því að rétt hefur þótt að áætla tekjur hennar á þessu ári 54 þús. kr. lægri en árið 1940. Reynslan hefur hins vegar sýnt, að það hefur verið óþörf varasemi, þar sem tekjurnar hafa þó farið ríflega 55% fram úr hærri áætluninni. Annars er það víst ekkert einstakt um símann, að tekjur hans hafi verið áætlaðar lægri árið 1941 en 1940. T.d. var bifreiða- og benzínskattur áætlaður 715 þús. kr. 1940, en ekki nema 655 þús. 1941. Vörumagnstollur var áætlaður 4800 þús. kr. 1940, en 4600 þús. 1941.

Tekjur af áfengisverzluninni voru áætlaðar 1688 þús. kr. árið 1940, en ekki nema 1550 þús. fyrir árið 1941, og fleira er líkt þessu, og sýnir aðeins réttmæta svartsýni á tekjuöflun ríkissjóðs í byrjun ófriðarins. Tekjur áfengisverzlunarinnar hafa nú hins vegar þrátt fyrir það, að hún má víst muna fífil sinn fegri, farið nokkuð fram úr báðum þessum áætlunum, og orðið svipaðar því, sem þær hafa orðið í venjulegu árferði fyrir stríð. Hefur verzlunin verið lokuð að heita má allan síðari helming ársins, en tekjur hennar þó ekki orðið nema 753 þús. kr. lægri en s.l. nr. Með óhindraðri sölu hefðu tekjur af henni vafalaust orðið margföld sú upphæð, sem hér er talin. Enn má geta þess, að tekjur Landssmiðjunnar hafa fimmfaldazt frá því, sem þær voru s.l. ár, og að einnig hefur skipt mjög um hag búa ríkisins á Vífilsstöðum og Kleppi. Grænmetisverzlunin hefur einnig gefið aukinn arð, eða 155 þús. kr. meiri en s.l. ár, en það mun stafa að mestu af ágóða á aðkeyptum vörum, sem fluttar voru inn í verulegum mæli á árinu sökum uppskerubrestsins, sem hér var árið 1940, en slíku verður væntanlega og vonandi ekki til að dreifa mesta ár.

Óvissar tekjur hafa farið 427 þús. kr. fram úr áætlun og þar af 287 þús. taldar tekjur af skiptimynt, og er það nálega þriðjungur þeirrar skiptimyntar, sem sett hefur verið í umferð, en 2/3 hlutar eru hins vegar taldir skuld ríkissjóðs í lausum skuldum, vegna þess að gert er ráð fyrir, að svo mikið komi aftur til ríkissjóðs til innlausnar á sínum tíma.

Undir áætlun hafa orðið, auk vitagjaldsins: Stimpilgjald af ávísunum, um 37 þús. kr., en gjald þetta var fellt niður snemma á árinu, og vaxtatekjur um 54 þús. kr.

Samkvæmt greiðsluyfirlitinu, sem ég las upp, hefur verið í sjóði í ársbyrjun 3197 þús. kr., og er það 197 þús. kr. minna en talið var í bráðabirgðayfirlitinu fyrir árið 1940, að ætti að vera í sjóði þá í árslok, og munar það ekki miklu, þegar þess er gætt, að í bráðabirgðayfirlitunum er reiknað með meira og minna ónákvæmum áætlunartölum.

Á árinu var tekið 10 milljón kr. lán innanlands skv. heimild Alþingis, og hefur því lánsfé verið varið til að greiða enska lánið frá 1930, auk 1797 þús. kr. innborgunar frá Búnaðarbankanum, sem var hans hluti af því láni. Af enskum lánum er í yfirlitinu talið, að greitt hafi verið á árinu 13847 þús. kr., og hefur þá verið varið rúmum 2 millj. kr. af rekstrartekjum ríkissjóðs til þeirrar greiðslu, auk lánsfjárins og, hluta Búnaðarbankans.

Til afborgana af öðrum lánum hefur verið varið 230 þús. til afborgunar af láni í Ameríku og 225 þús. til afborgunar af innlendum lánum. Afborganir af föstum lánum í Danmörku hafa ekki getað farið fram, og upphæð sú, sem talin er greidd í því skyni í greiðsluyfirlitinu, kemur aftur fram sem aukning lausra skulda, auk vaxtanna af þeim lánum, sem ekki heldur hafa verið greiddir.

Af tekjum ríkisstofnananna, sem taldar eru í rekstraryfirlitinu, eru 2806 þús. í vörzlum stofnananna sjálfra, ýmist sem eignaaukning eða rekstrarfé. Loks hafa verið greiddar úr ríkissjóði nokkrar upphæðir, er ekki koma fram í rekstraryfirlitinu og nema samtals 2057 þús. kr. Þannig hefur sjóðsaukningin á árinu, þrátt fyrir 17715 þús. kr. tekjuafgang á rekstrarreikningi ekki orðið nema 11961 þús. kr. Af greiðslum þeim, sem inntar hafa verið af hendi utan rekstrarreiknings, er rétt að gera grein fyrir því, að af 200 þús. kr., sem taldar eru greiddar vegna ábyrgða, hafa 128 þús. kr. verið greiddar vegna síldarverksmiðjunnar á Seyðisfirði, 34 þús. kr. vegna Skagastrandarhafnar og 35 þús. kr. vegna námsbókaútgáfunnar. Jarðeignir þær, sem keyptar hafa verið, samkv. heimild reglulegs Alþingis 1941, eru nokkrar jarðir í Ölfusi, Hvammur, Kirkjuferja o.fl., auk þess jörðin Keldur í Mosfellssveit, en auk þeirra 130 þús. kr., sem greiddar hafa verið fyrir þessar jarðir, hefur ríkissjóður tekið að sér lán, sem á þeim hvíla.

Lausaskuldir, sem greiddar hafa verið, eru aðallega gömul hlaupareikningsskuld Stjórnarráðsins í Landsbankanum, rúmar 261 þúsund krónur og skuld vegna kolakaupa ríkissjóðs sumarið 1940.

Þá er rétt að lesa upp yfirlit yfir skuldir ríkissjóðs 31. des. 1941.

I. Föst lán:

1. Innlend lán .. . ............ 14810000.00

2. Lán í Danmörku:

a. vegna ríkissjóðs .....,....................... 818000.00

b. vegna veðdeildar Landsbankans ... ........... 6062000.00

6880000.00

3. Lán í Englandi ................................. ............ 9879000.00

4. Lán í Ameríku ................................. ............ 3291000.00

II. Lausaskuldir:

1. Lausaskuldir innanlands ……………………… 1233000.00

2. Lausaskuldir í Danmörku .... .......... ......... 2150000.00

3383000.00

III. Lán vegna ríkisstofnana :

1. Í Englandi ................................. 1934000.00

2. Danmörku til kaupa á Esju ................... 1024000.00

2958000.00

Krónur 51201000.00

Skuldir 31. des. 1940 námu samkvæmt ríkisreikningi …… kr. 55330000.00

en samkvæmt bráðabirgðayfirliti 31. des. 1941………………. – 51201000.00

Lækkun kr. 4129000.00

Greiðsluyfirlitið fyrir 1941 sýnir skuldalækkun ............... . kr. 3614000.00

Mismunurinn 515 þús. kr. stufar af skuldabreytingum, sem ekki komu fram á

sjóðsyfirliti.

Til hækkunar á skuldum :

Yfirtekin lán vegna fasteignakaupa .... ................. 30000.00

Yfirtekið danskt lán vegna m.b. Einis, Eskifirði .......11000.00

41000.00

En til lækkunar :

Greiðsla bankanna af enskum lánum .............. 308000.00

Greiðsla Útvegsbankans af láni í Ameríku .............. 154000.00

Greiðsla Síldarverksm. af láni í Englandi …………. 94000.00

556000.00

Mismunurinn kr. 515000.110

er þá þessi skuldalækkun, sem ekki kemur fram á greiðsluyfirlitinu.

Föst innlend lán voru í árslok 1940 talin 4900 þús., og hafa þau þannig hækkað sem næst um 10000 þús,. kr., eða sem svarar nýja láninu, sem tekið var á árinu. Föst lán í Englandi hafa hins vegar lækkað um meira en 133/4 milljón. Tilraunir hafa verið gerðar til þess að komast að samkomulagi um frekari greiðslur upp í þessar skuldir og breyta þeim í innlent. lán, en það hefur ekki tekizt til þessa.

Lausaskuldir 31. desember 1941 (sundurliðun).

1.Innanlands :

Ógreitt fé til hafnarbóta ............................. 31000.00

Arfar ................................................. 11000.00

Mismunur vaxtagreiðslu ........................... 104000.00

Skiptimynt, í umferð .................................. 720000.00

Hluti bæjarfél. af tekjum ríkisstofnana ............... 45000.00

Ferðaskrifstofugjald .................................. 83000.00

Sóttvarnasjóður ................................... 19000.00

Malbikunarsjóður .... 220000.00

————- 1233000.00

2. Í Danmörku :

Ógr. afb. og vextir af láni vegna ríkissjóðs .......... 772000.00

Ógr. afb. og vextir af láni vegna bankavaxtabréfakaupa 1006000.00

Handelsbanken ....................................... 372000.00

————–2150000.00

Krónur 3383000.00

Að lokum skal ég svo víkja nokkrum orðum að fjárlagafrv. fyrir árið 1943.

Samkv. frv. eru rekstrartekjurnar áætlaðar 33736100 krónur, eða sem næst 101/2 millj. kr. hærri en í fjárl. yfirstandandi árs. Gjöldin eru hins vegar ekki áætluð nema 28333238.00, og er það aðeins rúmum 4 milljónum meira en í fjárl. þessa árs, en með því verður rekstrarafgangar 5402862 kr. og hagstæður greiðslujöfnuður á sjóðsyfirliti 3084564.00. Til þess að ná útgjöldum s.l. árs, eins og þau urðu samkv. bráðabirgðayfirlitinu, yrði því að hækka gjaldaáætlun þessa frv. sem svaraði greiðslujöfnuðinum. Hins vegar eru tekjurnar áættaðar nál. 16 millj. lægri en þær urðu s.l. ár.

Skattar og tollar eru áætlaðir 28750 þús., eða 9645 þús. kr. hærri en í þessa árs fjárl. Tekju og eignarskattur og stríðsgróðaskattur 7 millj. í stað 3150 þús. í ár, en fullum 31/2 millj. lægri í en þeir skattar urðu s.l. ár, og má gera ráð fyrir, að sú áætlun reynist mjög varleg, eftir því sem nú virðist horfa. Verðtollurinn er áætlaður 10 millj. í stað 51/2millj. í fjárl. þessa ár. og er það þó 61/3 milljón lægra en hann varð s.l. ár. Eru þessir tveir tekjuliðir þannig áætlaðir 8350 þús. kr. hærri en í ár. Hins vegar er vörumagnstollurinn áætlaður 1 millj. lægri en í ár, af ótta við minnkandi innflutning á þeim vörum, sem þungatollur er greiddur af. Um áætlun annarra tíða þessarar greinar vísast til athugasemdanna við frv.

Tekjur af rekstri ríkisstofnana eru áætlaðar rúmlega 4600 þús., og er það um 900 þús. hærra en í fjárl. yfirstandandi árs, en 2800 þús. lægri en þær tekjur urðu s.l. ár, og mætti vafalaust telja það varlega áætlað a.m.k., ef ekki væri þarna m.a. um nokkuð verulegar tekjur af áfengisverzluninni að ræða, en tekjur af henni eru áætlaðar svipað því sem var fyrir stríð. En í rauninni er það sama um allar þessar áætlanir að segja, eins og undanfarin ár, síðan styrjöldin hófst, að þær eru allar að meira eða minna leyti í lausu lofti.

Um gjöldin er hins vegar nokkuð öðru máli að gegna. Beinn starfrækslukostnaður ríkisins getur vart lækkað neitt að ráði á næsta ári, frá því sem hann er nú eða var s.l. ár, en meiri líkur til hækkunar. Og jafnvel þó að gert yrði ráð fyrir því, að verðlag færi ekkert hækkandi úr þessu, þá hljóta ársútgjöld næsta árs að verða mun hærri en s.l. árs, nema þá að starfrækslan sé dregin .saman, sem því svarar, sem verðlagið er nú orðið hærra en meðalverðlag síðasta rekstrarárs.

T.d. um þetta er verðlagsuppbótin, sem ríkið greiðir. Hún nam s.l. ár fullum 3 millj. króna, en er næsta ár áætluð 31/2 milljón, og er bersýnilegt, að sú hækkun hrekkur ekki til, nema verðvísitalan lækki frá því, sem nú er. Meðalverðlagsuppbót s.l. árs mun hafa verið nálægt 60%, en nú er hún komin yfir 80%, og hefur þannig hækkað sem næst um þriðjung. Hins vegar má ef til vill, ef í nauðir rekur, færa eitthvað saman kvíarnar um ríkisreksturinn, en hætt er við, að það reynist erfitt í framkvæmdinni.

Um gjaldaáætlunina í einstökum atriðum skal ég benda á, að þó að þau hafi verið hækkuð allverulega frá því, sem þau eru áætluð í gildandi fjárl., eins og t.d. gjöldin skv. 10. gr., sem hafa verið hækkuð úr 865 þús. í 1167 þús., eða um 300 þús. kr., þá er þess að gæta, að þau hafa orðið 100 þús. kr. hærri en s.l. ár.

Gjöldin samkv. 11. gr. hafa verið hækkuð úr 2298 þús. kr. í 2728 þús. kr., en þau urðu 3557 þús. s.l. ár.

Gjöld samkv. 14. gr. hafa verið hækkuð úr 2874 þús. í 3156 þús., en þau urðu þó að vísu ekki nema 2826 þús. kr. s.l. ár.

Gjöld samkv. 15. gr. hafa verið hækkuð úr 375 þús. í 396 þús., en urðu s.l. ár 386 þús.

Gjöld samkv. 17. gr. hafa verið hækkuð úr 3099 þús. í 3028 þús., og má að vísu gera ráð fyrir, að sú áætlun standist, því að þau gjöld urðu ekki nema tæp 2500 þús. kr. s.l. ár.

Gjöldin samkv. 13. og 16. gr. eru þannig vaxin, að nokkuð er hægt að hafa það í hendi sér, hve miklu fé er eytt í þau.

Gjöld samkv. 13. gr., til vegamála, samgangna á sjó, vitamála og hafnargerða, hafa verið hækkuð úr kr. 4391 þús. í 5987 þús. kr., og kemur sú hækkun nær öll á vegamálin. En þessi gjöld urðu hins vegar fullar 6 milljónir s.l ár.

Gjöld samkv. 16, gr. eru áætluð bæði árin tæpar 5 millj. kr., en urðu aðeins yfir 5 millj. s.l. ár.

En þó að gjöldin séu þannig í heild vafalítið of lágt áætluð í þessu frv., þá bætir það að sjálfsögðu mjög úr skák, að reiknað er með verulega hagstæðum greiðslujöfnuði, þó að hins vegar megi og beri vel að gæta þess, að allt er mjög í óvissu um það, hversu til tekst um tekjurnar, og að brýna nauðsyn beri til þess, að fremur sé safnað í sjóði en að eyða af því, sem þegar hefur tekizt að afla.

Að lokum legg ég svo til, að umr. verði að loknum þessum útvarpsumr. frestað og málinu vísað til fjvn.