20.03.1942
Efri deild: 20. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 19 í B-deild Alþingistíðinda. (37)

8. mál, vegabréf innanlands

Frsm. (Ingvar Pálmason):

F.h. allshn. hef ég fátt eitt að segja um frv. fram yfir það, sem tekið er fram í nál. á þskj. 68. N. hefur ekki haft skilyrði til þess að afla sér sjálfstarðra upplýsinga um málið og nauðsyn þess að koma á slíkri vegabréfanotkun, en við 1. umr. málsins skýrði hæstv. dómsmrh. fyrir deildinni, hvers vegna brbl. voru sett, en frv. er borið fram til staðfestingar á þeim.

Okkur er það öllum ljóst, að þeir atburðir geta gerzt, að nauðsyn beri til, að ríkisstjórnin grípi til ýmissa ráðstafana, og um þetta mál gildir það sama. N. leggur því til, að frv. verði samþ. óbreytt. En ég vil sjálfur benda á það, að ef til kæmi að nota þessa heimild um vegabréfanotkun víðar en hér í Reykjavík og Hafnarfirði, að óhjákvæmilegt er, að ríkisstj. geri ráðstafanir til þess að gera slíkt framkvæmanlegt, því að það getur orðið miklum erfiðleikum hundið fyrir menn úti á landi að afla ljósmynda með stuttum fyrirvara, nema jafnframt séu gerðar ráðstafanir til þess að greiða fyrir mönnum um ljósmyndaöflun.

Hér í Reykjavík og Hafnarfirði, þar sem gnægð er ljósmyndara, virðist það ganga fullseint.

En hins vegar getur svo farið, að grípa þurfi til slíkra ráðstafana sem þessara viðar á landinu en hér, enda mun nú vera farið að krefja ferðamenn um vegabréf, t.d. þá, sem ferðast með flugvél. Ég vil benda á þetta og tel vafasamt, að það, sem enn hefur gert verið, sé fullnægjandi. Ég fjölyrði svo ekki frekar um mál þetta, en nefndin er á einu máli um að samþ. beri brbl.