10.03.1942
Efri deild: 13. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 346 í B-deild Alþingistíðinda. (783)

25. mál, íþróttakennaraskóli Íslands

*Flm. (Jónas Jónsson):

Ég þarf ekki að fjölyrða um þetta frv. Grg. skýrir að fullu tildrögin til þess, en það er samið í samráði við íþróttafulltrúann og nokkra íþróttaleiðtoga aðra. Með því er gert ráð fyrir að stækka íþróttaskólann á Laugarvatni og gera hann þannig úr. garði, að a.m.k. 3 fastir kennarar kenni þar íþróttir. Gert er ráð fyrir, að skólinn starfi í tveim deildum. Aðra deildina sækja einkum kennarar landsins, er kenna íþróttir við ríkisskólana, og þeir kennarar við barnaskólana, er vilja bæta við sig einum vetri, m.a. vegna þess, að eins og sakir standa er ekki hægt að leggja neina verulega stund á íþróttir við kennaraskaðann. Hina deildina sækja þeir, er vilja stunda íþróttir einn vetur, til þess síðar að kenna þær í ýmsum félögum úti um land.

Þetta er aðalkjarni frv. Óhætt er að fullyrða, að ekki er hægt að gera betur fyrir íþróttamenn landsins en koma á fót þessari íþróttamiðstöð. Það má að vísu búast við því, að hún verði ekki fullkominn fyrst í stað, en henni fer smám saman. fram, eftir því sem reynsla fæst í starfseminni. Það má svo benda á það, að ódýrara er ,að hafa skólann í sveit. Sérstaklega á það við um Laugarvatn, þar sem ýmis skilyrði eru fyrir hendi, t.d. sundlaug, leikfimihús o.fl. Á hinn bóginn er svo miklu ódýrara fyrir nemendurna að lifa í sveit en í hinum stærri bæjum.

Þó að slík stofnun sem þessi yrði sett á fót hér í bæ, yrði hún á allan hátt miklu dýrari, enda eru hér ekki fyrir hendi ýmis skilyrði til .slíkrar starfsemi.

Ég orðlengi þetta svo ekki frekar, en óska eftir, að frv. verði vísað til 2. umr. og menntmn., að þessari umr. lokinni.