27.04.1942
Efri deild: 41. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 210 í C-deild Alþingistíðinda. (796)

110. mál, orlof

Brynjólfur Bjarnason:

Ég vildi aðeins í sambandi við þetta mál gera örlitla fyrirspurn til hv. frsm. um það, hvort einstökum verklýðsfélögum, og þá fyrst og fremst því stærsta, hafi verið gefinn kostur á því að sjá þetta frv. og taka það til athugunar. Ég held, að slíkt væri alveg nauðsynlegt. vegna þess að það er nú svo högum háttað í okkar atvinnulífi, að þetta, sem frv. gerir ráð fyrir, er erfitt í framkvæmd og allt töluvert margbrotið, og framkvæmd þess kemur til með að hvíla á herðum verklýðsfélaganna. Svo þarf mittúrlega að athuga margt í þessu samhandi. Þetta orlof er náttúrlega ákaflega lítilfjörlegt hjá verkamönnum á atvinnuleysistímum, sem ekki hafa vinnu nema kannske helming ársins. En ef verklýðsfélögin hafa séð þetta frv., vildi ég spyrjast fyrir um, hvaða till. þau hafi gert um málið.