27.04.1942
Efri deild: 41. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 363 í B-deild Alþingistíðinda. (860)

33. mál, sala á prestsmötu

Frsm. (Bernharð Stefánsson):

Mér sýnist, að hv. 1. þm. N.-M. sé nú farinn að draga inn seglin, því að fyrst taldi hann það alrangt, að andvirði seldrar prestsmötu gengi til kirknanna, en nú er hann ekki á móti því, ef jafnt er skipt á milli allra kirkna. Það er nú svo, að víða er mismunur á efnum, og lætur þjóðfélagið það við gangast. Þannig er líka um kirkjurnar. Sumar kirkjur eiga margar jarðir, aðrar enga o.s.frv. Sumum kirkjum var gefin prestsmata í fyrstu, öðrum ekki. Þannig er þetta í lífinu yfirleitt, og verður ekki lagað með einu litlu frv. En úr því nú að hv. l. þm. N.-M. getur sætt sig við frv., ef prestsmötunni yrði skipt jafnt á milli allra kirkna, er auðvelt fyrir hann að bera fram brtt. og láta atkv. þm. skera úr.