14.04.1942
Neðri deild: 34. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 49 í B-deild Alþingistíðinda. (89)

3. mál, útsvör

*Frsm. (Jóhann G. Möller):

Það þarf nú ekki mörg orð um þetta frv. Það er komið frá hv. Ed. og er flutt til staðfestingar á brbl., sem út voru gefin 4. febr. 1942, og er samhljóða þeim.

Ástæðan fyrir þessari lagasetningu er sú, að það hefur þótt rétt að færa til samræmis skipun niðurjöfnunarn. í Reykjavík við það, hvernig slíkar n. eru skipaðar í öðrum kaupstöðum landsins, þannig að niðurjöfnunarn. verði svipur af því pólitíska valdi, sem ræður í bæjunum. Ástæðan til þess, að gefin voru út þessi brbl., var það, að komið var fram að þeim tíma, að jafna ætti niður útsvörum, og skattstjórinn í Reykjavík þurfti að snúa sér að þessu starfi. Og ef þessi l. hefðu ekki verið sett, hefði n. orðið óstarfhæf.

Allshn. hefur orðið sammála um að mæla með þessu frv. óbreyttu.

Ég sé, að hér er komin fram brtt. á þskj. 16ti frá hv. þm. Mýr. og hv. þm. V.-Húnv. Þó að þeir hafi ekki ennþá talað fyrir þessari brtt., vil ég taka það fram, a.m.k. fyrir mitt leyti, að ég er henni sammála. Og ég man ekki betur en að lítillega væri ymprað á efni hennar í allshn. Þó að ég þori ekki að fullyrða, að allir hv. nm. verði með þessari brtt., vil ég ekki fara fram á, að henni verði frestað til 3. umr. Ég álít það atriði, sem brtt. fer fram á, svo sjálfsagt að samþ., að ekki sé ástæða fyrir n. að fá þessa brtt. til athugunar sérstaklega.