21.04.1942
Efri deild: 38. fundur, 59. löggjafarþing.
Sjá dálk 370 í B-deild Alþingistíðinda. (913)

45. mál, sveitarstjórnarkosningar

Bernharð Stefánsson:

Það er nýstárlegt, að nefndarmaður, sem sér stórkostlega galla á lögum, vilji ekki eyða tíma í að nema gallana í burtu. Raunar efast ég ekkert um, að hv. frsm. talaði hér fyrir hönd n., þó að málið væri ekki sérstaklega tekið fyrir á nefndarfundi. Þó sé ég mér ekki annað fært en að falla frá ósk minni um þetta. Ég vil beina þeirri fyrirspurn til hæstv. fjmrh., sem þessi mál heyra undir, hvort hann vilji ekki lofa því, að þetta atriði verði tekið til athugunar af hlutaðeigandi ráðuneyti og það á sínum tíma legði fram till. fyrir Alþ. til lagfæringar á. þessu.