07.08.1942
Neðri deild: 3. fundur, 60. löggjafarþing.
Sjá dálk 102 í B-deild Alþingistíðinda. (225)

1. mál, stjórnarskipunarlög

Stefán Jóh. Stefánsson:

Ég vil á þessari stundu lýsa yfir því fyrir hönd Alþfl., sem, eins og kunnugt er, átti frumkvæðið að því, að þetta mál var flutt hér á Alþ., að við teljum hafa komið í ljós, að mikill meiri hl. þingsins sé málinu fylgjandi, og leggjum til, að málinu sé hraðað gegnum þingið svo sem verða má af þeim meiri hl., sem er með því.