02.09.1942
Sameinað þing: 12. fundur, 60. löggjafarþing.
Sjá dálk 436 í B-deild Alþingistíðinda. (796)

Afgreiðsla mála úr nefndum o.fl.

Sveinbjörn Högnason:

Ég vil benda á, hvaða dæmalaust sleifarlag er á afgreiðslu mála á Alþ. Hér í sameinuðu Alþ. eru ekki afgr. mál nema kannske eitt í senn, þ. e. eitt mál á heilum fundi. Og mér virðist það vera af þeirri reglu, að hæstv. forseti taki meginið af fundartímanum. Ég hygg, að það sé nýtt fyrirbrigði á hæstv. Alþ., að forseti tali meiri hlutann af fundartímanum. Ég á hér mál, sem hefur ekki hlotið afgreiðslu, sem virðist stafa af málþófi hæstv. forseta.