08.09.1942
Sameinað þing: 18. fundur, 60. löggjafarþing.
Sjá dálk 443 í B-deild Alþingistíðinda. (833)

Menntamálaráð

Stefán Jóh. Stefánsson:

Þó að það sýnist æskilegt og eðlilegt, að frestað verði kosningum í menntamálaráð og Þingvallanefnd, þar sem sú kosning mundi gilda aðeins skamma stund, þá sé ég ekki betur en það sé alveg á móti l., og þar sem engin knýjandi nauðsyn er fyrir hendi, þá álít ég, að alls ekki sé rétt fyrir þingið að víkja þannig beinlínis frá ákvæðum l. (PZ: Það er ekki rétt fyrir forseta að bera það undir atkv.).