05.01.1943
Efri deild: 24. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 1368 í B-deild Alþingistíðinda. (117)

Fyrirspurnir um stjórnarráðst. o. fl.

Gísli Jónsson:

Ég ætla ekki að vera að eyða lengri tíma í að deila um þetta mál, enda er þess ekki þörf, þar sem þau orð, sem hæstv. atvmrh. las hér áðan, eru sönnun þess, að óvarlega var talað. Það var deginum ljósara af samhengi ræðunnar, sem ég sjálfur hlustaði á, að þar var talað um staðreyndir, en ekki um neitt, sem kæmi e.t.v. í framtíðinni.

Ég vil að lokum vænta þess af þeirri ríkisstj., er nú situr, að hún tali ekki jafnóvarlega og hingað til, ekki aðeins vegna flotans, heldur fyrst og fremst vegna mannslífanna. Það er það, sem máli skiptir, úr því sem komið er, þar sem töluð orð ríkisstj. um togaraflotann verða ekki aftur tekin.