19.03.1943
Neðri deild: 79. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 1383 í B-deild Alþingistíðinda. (137)

Fyrirspurnir um stjórnarráðst. o. fl.

Jóhann Jósefsson:

Ég vil lýsa yfir því, að fyrir mér vakti á engan hátt að gera hæstv. viðskmrh. tortryggilegan, því að ég hafði það alls ekki í huga. Enda mundi sennilega önnur leið vera greiðfærari að því heldur en umr. á Alþ. Ég hef hins vegar með fullri einurð bent hæstv. ráðh. á það, sem ég sem borgari og þm. álít, að stefni í nokkra hættu í þessum efnum. Og loks vil ég í allri vinsemd segja hæstv. ráðh. það, að það á ekki að þurfa að vera neitt misklíðarefni milli ráðh. og þm., þó þm. tali við þá með fullri einurð. Og sá, sem er í ráðherrastöðu, verður að þola, að þeim aths., sem gilda hans ráðuneyti, sé að honum beint sem ráðherra.