17.12.1942
Neðri deild: 20. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 908 í B-deild Alþingistíðinda. (1424)

55. mál, eignarnámsheimild á Höfn í Siglufirði

Flm. (Áki Jakobsson):

Það hefur áður verið fært í tal við mig, að þetta muni vera of óljóst orðað, en ég held, að svo sé ekki, því að takmörkunin er skýr og greinileg. Það ber vitanlega að varast að hafa eignarnámsheimildir of víðfeðmar, en hér er ekki um slíkt að ræða. Og það gerir ekker t til, þótt bæjarstj. sé ekki í l. skylduð til að taka allar þessar lóðir eignarnámi, nema hún telji það nauðsynlegt. Eftir frv. þyrfti bærinn ekki að taka nema eina lóðina eignarnámi, ef hann teldi sér ekki þörf á öðru. Annars er hér um mjög fáar lóðir að ræða. Ég held, að þær séu innan við 10. Þess má geta, að þær lóðir, sem losaðar hafa verið frá Hafnarlandi, hafa allar verið látnar á leigu, og leigusamningarnir yrðu alveg ósnertir af eignarnámsheimildinni. Annars er hægt að fá frekari vitneskju um þetta allt hjá bæjarstj. Siglufjarðar.