08.02.1943
Efri deild: 50. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 965 í B-deild Alþingistíðinda. (1605)

131. mál, útsvarsinnheimta 1943

Bernharð Stefánsson:

Eins og nál. á þskj. 351 ber með sér, þá hef ég skrifað undir það með fyrirvara, og þess er getið í nál. sjálfu, að ég hafi óbundnar hendur um afgreiðslu málsins. Það má því líta svo á, að n. sé að nokkru leyti klofin um málið þar eð ég hef óbundnar hendur. Þó hef ég ekki séð ástæðu til að gefa út sérstakt nál.

Sú ástæða er einkum færð fyrir þessu frv., að aðaltekjur bæjar- og sveitarfélaga, útsvörin greiðist ekki fyrr en seinni hluta árs og þess vegna skorti oft rekstrarfé fyrri helming ársins. Núgildandi l. um útsvör hafa verið lengi í gildi, c.;g hefur þó aldrei komið fram þvílíkt frv., ekki einu sinni á krepputímum. Hvaða þörf skyldi þá vera á því nú?

Ég held, að bæjum og sveitum hafi verið vorkunnarlaust undanfarin ár að búa svo í haginn, að þau ættu í sjóði um áramót, sem hægt væri að yfirfæra til n:rsta árs. Enda veit ég mörg dæmi til þessa. Það er því svo langt frá, að bæir og sveitarfélög standi verr að vígi en venjulega, að þau standa þvert á móti betur að vígi.

Ég er nú samt ekki með þessu að segja, að það sé með öllu óhugsandi að samþ. þetta frv., en einkennilegt þykir mér, að það skuli einmitt bor ið fram nú. Það er enn fremur vægast satt óviðkunnanlegt að innheimta gjöld, áður en þau eru lögð á eða ákveðin. Það gæti meira að segja hæglega komið fyrir, að manni væri gert að greiða meira en nokkurn tíma yrði svo á hann lagt. Það er enda gert ráð fyrir þessum möguleika í 3. gr. Það má segja, að hann fengi þetta endurgreitt, en ekki er það viðkunnanlegt að innheimta gjöld af mönnum, sem þeim e.t.v. ber ekki að greiða.

Hv. frsm. var að tala um það, að sveitarfélög yrðu að safna skuldum fyrri hluta árs til þess að standast greiðslur sínar, ef þetta frv. yrði ekki samþ. Já, svona hefur það sennilega lengi verið. En ég held, að aldrei ætti að vera minni þörf á því en einmitt nú. Ég held, að víst sé svo, að illa væri á haklið, ef þess væri mikil þörf nú að taka bráðabirgðalán til að standast dagleg útgjöld.

Það er mjög kvartað um skatta. Og einhvern veginn er það svo, vegna þeirra pólitísku ástæðna, sem nú eru, að mest er rifizt út af þeim sköttum, sem lagðir eru á til ríkisins. En það vita þó allir, sem greiða skatta, a.m.k. allur almenningur, að útsvör eru langtilfinnanlegasti skattur, sem venjulegum gjaldþegn ber að greiða. Og ég get nefnt nærtækt dæmi, því að það er af sjálfum mér. Ég held t.d., að ég greiði fimmfalt útsvar á við skatt, og eitthvað svipað mun vera um fleiri. Og ef á nú að fara að bæta því ofan á að gera manni að greiða þetta fyrirfram, áður en þetta er lagt á, þá finnst mér nokkuð nærri höggvið gjaldþegnum. Það má náttúrlega halda því fram, að þetta komi í sama stað niður því að maður greiði ekki meira á ári, hvort sem er, og það skal ég játa, að svo mikilsvert er þetta ekki í mínum augum, að ég geri það að kappsmáli. En ég vildi gera grein fyrir þessari sérstöðu minni í n., að ég er ekki enn sannfærður um, að þetta sé neitt nauðsynjamál, og því síður, að það sé réttlætismál. Við atkvgr. mun ég láta málið afskiptalaust við þessa umr. En ég lofa engu um fylgi við frv. við 3. umr. málsins.