10.02.1943
Efri deild: 52. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 971 í B-deild Alþingistíðinda. (1616)

131. mál, útsvarsinnheimta 1943

Gísli Jónsson:

Herra forseti. — Ég ætla aðeins að leiðrétta þann misskilning hjá hv. síðasta ræðumanni, að það þurfi að þvæla málinu milli d. vegna brtt. minnar, verði hún samþ. málið er borið fram hér í Ed. og þarf að fara til Nd., hvort sem brtt. verður samþ. eða ekki. Það virðist líka allt á misskilningi byggt með þetta mál hjá hv. nm. Þeir lesa ekki þingskjölin, þeir vita ekki, á hvaða stigi málin eru, og þeir skilja ekki, við hvað er átt með till. Það er því ekki von, að gangi greiðlega með afgreiðslu málsins. Annars held ég, að hv. flm. ætti að taka þetta mál til baka.

Að lokum vil ég taka það fram, að þar sem um annað eins mál er að ræða, þá óska ég nafnakalls um báðar brtt.