04.03.1943
Neðri deild: 71. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 1170 í B-deild Alþingistíðinda. (2027)

51. mál, virkjun Fljótaár

Sigurður Kristjánsson:

Herra forseti. — Ég tek til máls til þess að leggja áherzlu á það, sem ég hef sagt áður, að aðalatriðið fyrir Alþ., þegar það gengur í ábyrgð, er vitanlega, hvernig lánin eru tryggð, og tryggingin í þessu tilfelli felst — fyrir utan það, hvernig efnahagur Siglufjarðar er í þeim vonum, hvernig rekstri þessarar virkjunar muni farnast. Það var tekið fram bæði af mér og öðrum við 2. umr. málsins, að því léttari sem reksturinn er, því tryggara er fyrirtækið. Og þessi breyt., sem felst í brtt. á þskj. 489, gerir ekkert annað en að gera rekstur þessa fyrirtækis erfiðari að því leyti, að búast má við, að vaxtagreiðslur þess verði meiri, ef þessi breyt. verður gerð, sem brtt. er um, vegna þess aukaláns, sem Siglufjarðarkaupstaður yrði þá að taka án ríkisábyrgðar. Og þar með væri Alþ. að gera fyrirtækið ótryggara og lakara. Þannig horfir þetta við frá mínu sjónarmiði.