23.02.1943
Neðri deild: 63. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 1206 í B-deild Alþingistíðinda. (2112)

136. mál, jarðræktarlög

Finnur Jónsson:

í sambandi við 5. gr. þessa frv. vil ég spyrja hv. n. að því, hvort ástæða sé til að hafa heimild ríkisstj. óbundna til að leggja fram fé til vélasjóðs, þegar nú hefur verið veitt í fjárl. rífleg upphæð til kaupa á skurðgröfum. Ég tel þá fjárveitingu nægilega, og þess vegna finnst mér óþarft að hafa þessa heimild þarna. Ég vona, að hv. frsm. svari þessu.