25.02.1943
Neðri deild: 66. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 1207 í B-deild Alþingistíðinda. (2115)

136. mál, jarðræktarlög

Finnur Jónsson:

Ég hef lagt fram litla brtt., sem mér skilst raunar, að hafi ekki áhrif á efni frv. Í till. er farið fram á, að ríkissjóður leggi nokkurt fé til verkfærakaupasjóðs, eftir því sem fé er veitt til þess í fjárl. ef fjárhagur sjóðsins leyfir ekki, að keyptar séu allar þær vélar, sem þörf er á til að halda uppi starfsemi þeirri, er um getur í 32. gr. jarðræktarl. Hér er, sem sagt, gert ráð fyrir, að heimild fjárl. þurfi að liggja fyrir, en framlagsheimild ríkissjóðs er ekki takmörkuð. Þar sem hér er ekki um að ræða ákvæði, sem ætlazt er til, að verði til frambúðar, þótti mér réttara að binda þetta við heimild í fjárl. Vænti ég þess, að hv. d. geti fallizt á þessa brtt.