19.12.1942
Efri deild: 21. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 94 í B-deild Alþingistíðinda. (247)

85. mál, dómnefnd í verðlagsmálum

Gísli Jónsson:

Herra forseti. — Ég saknaði þess hjá hæstv. fjmrh., að hann skyldi ekki koma nærri þeirri fyrirspurn, sem ég gerði til hæstv. stj. Að vísu var henni fremur beint til hæstv. forsrh., en hvorugur hefur komið að því atriði. Ég vil því enn mælast til, að fyrirspurninni verði svarað. Það er ekker t lítið atriði, þegar við, sem erum á þingi, komum til þeirra, sem við erum fulltrúar fyrir eða komum til að vinna með, því að það er víst, að nú þegar hefur verið tekin upp barátta um þetta mál utan þingsins og verður sjálfsagt síðar meira. Það mundi milda ákaflega mikið þá menn, sem fyrstir eiga að fórna í þessu máli, ef þeir fengju að vita um þessa afstöðu.

Viðvíkjandi vélaviðgerðarstöðvunum vil ég svara hæstv. fjmrh. því, að mér er kunnugt um, að síðustu tvö árin hefur verið mikil barátta fyrir því, að allar vélaviðgerðarstöðvarnar ynnu fyrir Íslendinga. Sú barátta hefur verið svo harðskeytt, að stj. varð að skipa n., sem ég á sæti í, til þess að sjá um, að þetta víðgerðaafl væri ekki dregið úr höndum Íslendinga og yfir til hernaðarþjóðanna. Við höfum átt afar erfitt með þetta, ekki aðeins vegna hernaðaraðilanna, heldur líka vegna verkstæðanna, að fá þau til að nota efni sitt og vinnukraft fyrir íslenzka flotann, svo að hann þyrfti ekki að bíða stórhnekki. Þetta stafar m.a. af því, að þeir erlendu aðilar borga miklu betur en þeir íslenzku. Ef þessi l. gera nú þetta bil milli þeirra erlendu aðila enn meira, þá verður því erfiðara fyrir okkur, sem eigum að leysa þetta mál, að halda vinnuaflinu að íslenzka flotanum. Hitt er svo ekki nema röng hugmynd, sem hæstv. fjmrh. bar fram um álagninguna. Hún er í flestum tilfellum miklu minni, og þar að auki ákaflegl villandi, því að þótt hér sé að sumu leyti miðað við prósenttölu, þá er hún til að standa undir öllum rekstri fyrirtækisins, enda hefur svo verið álitið allt þar til þessir gullaldartímar komu, að ekki veitti af að leyfa þessa álagningu á vínnuna til þess að standa undir nauðsynlegum útgjöldum. Í sambandi við það vil ég benda á, að ef dómnefndin hefur leyft hærri álagningu en nauðsynlegt hefur verið, þá er það hennar sök og hægt að grípa inn í það, án þess að þessi l. væru sett.

Hæstv. fjmrh. segir, að það þurfi meira en fjóra daga til að koma með till., sem gera mætti sér von um, að kæmu að nokkru gagni. Það er einmitt það, sem ég er hræddur um, að þetta frv. sé svo ákaflega lítils virði og komi að ákaflega litlu gagni, sérstaklega vegna þess, að hér er ekki látið jafnt yfir alla ganga. Ég er ekki að mæla þetta af andúð gegn frv., heldur til að benda á, að ef hægt væri að sneiða fram hjá þessum hættum, þyrfti að gera það sem fyrst. Það væri í raun og veru ekki nema skylda hv. 3. landsk., eftir að hafa hlustað á umr. í báðum d., að hann og aðrir fulltrúar verkalýðsflokkanna kæmu sér saman um að bjóða einhverjar fórnir af sjálfsdáðum og bera fram brtt. í þá átt, til þess að meiri friður skapaðist um málið, þegar það fer að komast út til almennings, því að hvað fjálglega sem hann talar um smáskæruhernað, er ekki hægt að komast að því, að hvað góð sem verzlunarstéttin er, þá eru það líka menn, sem vilja verja sig gegn of miklu tapi.

Þá minntist hæstv. fjmrh. á það, að þetta ætti ekki að kosta nein framlög úr ríkissjóði. Ég er þar annarrar skoðunar, því að ef þetta verður nokkur byrði á þær stéttir, sem eiga að standa undir því, þá hlýtur það að koma fram í lægri tekjum hjá þeim fyrirtækjum og þá um leið minnkandi tekjustofnum hjá ríkissjóði og þá um leið óbein útgjöld hjá ríkinu.

Hv. 6. þm. Reykv. segir, að ekki hefði verið hægt að ls undirbúnings. Í sambandi við það vil ég spyrja: Er nokkurt vít í að lögbinda nokkuð annað án mikils og góðs undirbúnings? Var yfirleitt sú tilraun gerð af hæstv. stj. að reyna að koma á samkomulagi við fulltrúa launþega um það, að ekki væru greidd hærri laun en núverandi grunnlaun margfaldað með 260, svo að hv. 3. landsk. misskilji ekki það, sem ég segi um vísitöluna, því að vitanlegt er, að ef það hefði verið gert, þá hefði það skapað aukið réttlæti og þar með aukinn frið.

Um það var spurt, hvort alþýðuflokksfélögin vildu sætta sig við að hækka ekki grunnkaup, en það út af fyrir sig var engin fórn, því að eins og ég tók fram, þá er engin hætta á, að það verði næsta sporið að hækka grunnlaun í landinu.

Þá ætla ég ofurlítið að svara hv. 3. landsk. Hann segir, að árangurinn af þessum l. sé ákaflega mikið kominn undir röggsemi hæstv. stj. um framkvæmdina. En hefur ekki árangur gerðardómsl. líka verið undir því kominn, hversu röggsamlega þeim var fylgt eftir. Ég get fullvissað hv. 3. landsk. um það, að hvernig sem verzlunarstéttin kann að taka þessum l., þegar þau koma út, þá verða umbjóðendur þeirra aldrei til að mæla jafnóviturleg orð og þessi hv. þm. hefur mælt hér um þetta mál, — og því óviturlegri sem þau voru sögð undir röngum forsendum, ekki til að halda fram réttu máli, heldur til að kúga. Það eru óviturlegustu orðin, sem um þetta hafa verið sögð, þegar talað er um að stöðva ekki kröfurnar á þessu svlði, ekki vegna atvinnurekendanna, ekki vegna landsins, heldur vegna verkalýðsins sjálfs.

Í sambandi við það, sem rætt hefur verið um uppbætur á kjöti til útflutnings, vil ég leyfa mér að benda á, að þegar þetta mál var til umr. í sumar; var skýrt tekið fram, að ekki væri ætlazt til, að þetta kjöt yrði flutt út. Það var skýrt tekið fram, að reiknað skyldi með því, að það seldist allt á innlendum markaði, en þegar sæist, að þessi kjötforði mundi ekki seljast innan lands, þá skyldi tekið til alvarlegrar athugunar af stj. að lækka kjötverðið til þess að auka söluna, og það er eitt af því, sem stj. verður að hafa augun opin fyrir í þessu máli og gera sér ljóst nægilega snemma, hvort kjötið getur selzt innanlands fyrir þetta verð og ef það getur það ekki, þá að lækka það niður í útflutningsverð og bæta það upp innan lands til þess að geta lækkað vísitöluna og dýrtíðina hér á landi. Það er því ekki á réttum rökum byggt, sem hv. 3. landsk. talaði um, að lægi fyrir að greiða svo og svo margar millj. úr ríkissjóði til að bæta upp útflutt kjöt, því að það kom skýrt fram, að þessi leið skyldi farin og það svo snemma, að hægt væri með lækkuðu verði að auka svo kjötneyzluna innan lands, að ekki væri hætta á, að þyrfti að flytja kjöt á erlendan markað. Hvað sem hv 3. landsk. segir, er það eins og hæstv. landbrh. lýsti yfir, að verðlagið innan lands var við það miðað, að allt kjötið yrði að seljast. Ég vil ekki eyða í það miklum tíma að skýra fyrir þessum hv. þm. vísitöluna. Ég átti við, að ekki hefði átt að greiða nema 100% + uppbótina 164%, hvort sem raunveruleg vísitala fór í 272% eða meira, og þá hefðu fórnir einnig verið færðar af launþegum. — Ég vildi fá svar hæstv. ráðh. við fyrirspurn minni, áður en málið fer til 2. umr.