09.12.1942
Efri deild: 11. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 99 í C-deild Alþingistíðinda. (2592)

32. mál, þingsköp Alþingis

Flm. (Jónas Jónsson):

Ég hef leyft mér að flytja þessa till. um lítils háttar breyt. á þingsköpum Alþ., í einu atriði, og um efnið hef ég borið mig saman við þá starfsmenn þingsins, sem mest hafa með þetta atriði að gera, þótt þeir. að vísu hafi engan íhlutunarrétt um það. Ég álít ekki viðunandi fyrir alþm., að það haldist sú óvenja, sem átt hefur sér stað undanfarin ár, að gefinn sé út meginhluti af ræðum þm. eins og þær koma frá hendi skrifaranna, án þess að þær hafi verið lesnar yfir og leiðréttar, annaðhvort af þm. sjálfum eða einhverjum fyrir þeirra hönd.

Það þarf ekki að fjölyrða um þetta atriði. Það er sjálfsagt ekki neinn skoðanamunur meðal 1 . þm. um þetta mál. Ef hér væru til tæki, sem skráðu ræður þm., um leið og þær eru fluttar, eins og á sér stað viða erlendis, þá væri síður ástæða til að krefjast þess, að þm. læsu ræðurnar yfir. En hér er ekki um nein slík tæki að ræða. Hér verða því ræðurnar, þegar búið er að prenta þær, oft ólíkar því, sem þær voru fluttar, án. þess að ég sé að lasta skrifarana. Þeir hafa erfitt hlutverk. Þess er enginn kostur í svipinn, að ræðurnar geti verið áreiðanleg heimild um það, sem þm. hafa sagt, nema þeir lesi sínar eigin ræður eða feli það einhverjum, sem þeir geta treyst. Með því móti verður ræðan áreiðanleg heimild um það, sem þm. hefur sagt eða vildi segja. Það voru mjög margir þm. hér fyrrum, sem höfðu það fyrir fasta reglu að lesa yfir ræður sínar og leiðrétta þær. Ég nefni sérstaklega Svein í Firði. Hann las yfir ræður sínar og leiðrétti svo vel, að þær mega, margar hverjar, teljast til bókmennta.

Ég sé ekki, að neinn geti verið á móti þeim ráðstöfunum, sem gert er ráð fyrir í þessu frv., nema þá að fundin sé betri leið til að ná sama takmarki. Ég sé ekki, að það geti verið innan þessa Alþ. neinn ágreiningur um það, að sú óvenja að láta ræðurnar fara á prent óyfirlesnar er til þess að lækka þm. í áliti þeirra, sem svo lesa þær í þingtíðindum. Ég hygg; að ef gerð verður þessi breyting, að fella niður óyfirlesnar ræður, þegar þingtíðindi eru prentuð, þá muni þm. leggja á sig það ómak að lesa ræðurnar yfir og leiðrétta þær. Ég sé svo ekki ástæðu til að fjölyrða um þetta. Það er öllum þm. jafnkunnugt. Ég legg til, að málinu verði vísað til 2. umr. og til allshn.