07.04.1943
Efri deild: 90. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 256 í C-deild Alþingistíðinda. (2861)

120. mál, kynnisferð sveitafólks

Gísli Jónsson:

Út af ummælum hv. þm. Str. vil ég taka fram, að ég vil ekki víðúrkenna það, að það hafi verið gerð vitleysa í meðferð þessa máls, hvað atkvgr. þessa snertir. Hún fór fram um það, hvort hér ætti að gefa fordæmi, en ekki um eðli málsins. En undir þeim umr., sem um það fóru fram, var hæstv. forseta skýrt bent á það, að ef þetta yrði skoðað sem nýtt mál og úskurðað þannig af honum, þá yrði það að fá nýja flm. og nýtt númer. Það var bent skýrt á þetta af mér undir þeim umr. En hæstv. forseti gerði eitt glappaskot í málinu, eftir að meiri hl. d. hafði samþ., að málið skyldi skoðast sem nýtt mál, sem sé að taka málið á dagskrá, án þess að úrskurður hefði verið felldur. Og ég vildi gjarnan sjá það skjalfest, hvar og hvernig sá úrskurður hefur verið felldur. Það var aðeins gerð fyrirspurn um það hér í hv. d., hvort málið ætti að koma hér til umr. En því var haldið fram, að það þyrfti að fá nýtt númer á þskj., áður en það yrði skoðað sem nýtt mál. En við meðferð hv. Nd. var þetta mál gert að nýju máli, því að málið var fellt í hv. þd. með breyt. Nd. á því. Það var ekkert deilt um eðli málsins á þeim tíma, nema hvað hv. þm. Str. vildi blanda eðli málsins inn í umr. Þá var aðeins gengið frá málinu til leiðbeiningar fyrir komandi þing og ekkert annað.