25.03.1943
Neðri deild: 83. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 1343 í B-deild Alþingistíðinda. (3009)

155. mál, ríkisborgararéttur

Frsm. (Garðar Þorsteinsson):

Ég vil upplýsa, að um klukkustund áður en fundir hófust í n., höfðu enn borizt nokkrar umsóknir.

Út af því, sem hæstv. forsrh. sagði, að þá félli niður veiting ríkisborgararéttar eftir tólf mánuði, ef ekki lægju fyrir næg skilríki, vil ég taka það fram, að ég veit ekki, hvort ríkt hefur verið eftir því gengið. Þetta ákvæði virðist óþarft. Á venjulegum tímum er hægt að leita álits viðkomandi ríkis, en það hefur ekki verið venja. Það kann að vera rétt eins og nú standa sakir.

Þeir, sem farið er hér fram á, að fái íslenzkan ríkisborgararétt, eru í raun og veru Íslendingar, hafa lært iðn hér og gengið í skóla hér. Þriðji maðurinn, sem er Dani, getur að vísu ekki sýnt hegðunarvottorð, en við tókum hann með, þó að hann gæti ekki fullnægt þessum skilyrðum.