11.02.1943
Efri deild: 53. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 174 í B-deild Alþingistíðinda. (419)

132. mál, samkomudagur reglulegs Alþingis 1943

Forsrh. (Björn Þórðarson):

Þegar þetta frv. var lagt fyrir hér í hv. d., þá gerði ég með fáum orðum grein fyrir skoðun stj. og tilgangi hennar með því að leggja frv. fyrir, auk þess sem segir í aths. við frv. sjálft. Fyrir stj. vakti, að sem hagkvæmust vinnubrögð ættu sér stað hér í þ., og stj. valdi þann kost að fylgja stjórnskipulegum reglum. Ég hygg, að stj. hefði ekki gert skyldu sína, ef hún hefði ekki vakið athygli þ. á því, hversu erfitt þetta væri í vöfum, ef nýtt ætti að koma saman 15. þ.m. Það spilltist svo mikið af þeirri vinnu, sem þingið hefur nú leyst af hendi, auk þess sem sérstaklega vakti fyrir stj. Ég þykist sjá það á því, hversu málið hefur vafizt fyrir n., að hún hefur séð það, að hér var dálítið flókið viðfangsefni við að eiga. Nú vakti það aldrei fyrir stj. að setja frv. fram sem neina úrslitakosti gagnvart þ. af hendi stj. Þess vegna er mér mjög geðfellt að heyra það, að n. hefur brotið heilann um það, hvernig hún gæti komizt að líkri niðurstöðu, þ.e.a.s. að sama marki eins og stj. sjálf hafði í rauninni hugsað sér, að vinnubrögðin væru sem hagfelldust og hagnýtust. En áform stj. verður að víkja fyrir vilja þ., og það er algerlega á valdi þess, hvernig það leysir þetta mál.