11.02.1943
Efri deild: 55. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 176 í B-deild Alþingistíðinda. (430)

132. mál, samkomudagur reglulegs Alþingis 1943

Guðmundur Í. Guðmundsson:

Herra forseti. — Ég tók till. mína aftur við atkvgr. við 2. umr. málsins í þeim tilgangi um hana og þá till., sem hv. 5. þm. Reykv. hefur flutt. Ég leyfi mér nú að bera fram till. mína lítið eitt breytta, og vænti ég, að um hana geti orðið samkomulag. Till. mín hljóðar þannig: Við 1. gr. Greinin orðist svo: Reglulegt Alþ. ársins 1943 skal koma saman innan 4 daga eftir að aukaþinginu, er hófst í nóvember 1942, hefur verið slitið, þó eigi síðar en 15. apríl 1943.

Ég sé ekki ástæðu til að eyða tíma í að tala um þessa till., en vísa til þeirrar ræðu, sem ég hélt um málið við 2. umr.

Ég vil svo leyfa mér að afhenda hæstv. forseta þessa skrifl. brtt. mína.