11.02.1943
Efri deild: 55. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 176 í B-deild Alþingistíðinda. (433)

132. mál, samkomudagur reglulegs Alþingis 1943

Brynjólfur Bjarnason:

Ég vil lýsa því yfir, að ég er algerlega samþ. þessari till. og tel hana fullnægjandi lausn á málinu. Ég tók fram við 1. umr., að mér þætti óviðkunnanlegt, að ekki væri ákveðinn dagur, þegar reglulegt Alþ. kæmi saman og að engar skorður séu við því reistar, hvað lengi þetta aukaþing dregst fram eftir árinu. Maður gæti hugsað sér, að það gæti dregizt fram eftir næsta hausti, jafnvel svo, að það orkaði tvímælis, að tími yrði til að afgr. fjárlög.

Hins vegar skiptir ekki máli að mínum dómi, hvort ákveðinn verður dagurinn 15. marz eða 15. apríl, því að ég býst við, að sá háttur verði á hafður, að reglulegt Alþ. verði kvatt saman jafnskjótt og þetta þing hefur lokið störfum.