03.02.1943
Sameinað þing: 20. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 287 í B-deild Alþingistíðinda. (544)

1. mál, fjárlög fyrir árið 1943

Forseti (GSv):

Það eru dálítil vandkvæði á þessu. Eins og málið liggur fyrir, tel ég, að skylt sé að bera liðina upp hvern fyrir sig. En þar sem hér er um princip-mál að ræða, get ég á það fallizt, að Alþ. greiði atkv. um það, sem hér er um að ræða. Mun þá til greina koma að greiða atkv, fyrst um stafl. h. Eru að vísu töluverð vandkvæði á þessu, en ef hv. þm. vilja greiða atkv. um þetta sem princip, hvort nýr stafl. h. komi inn í frv., þá verður það gert.