20.11.1942
Sameinað þing: 2. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 48 í B-deild Alþingistíðinda. (65)

Kosning fastanefnda

Forsrh. (Ólafur Thors):

Ég vil beina athygli hæstv. forseta að því, að þessi frestun tefur störf þingsins um einn dag. Mér virðist því ekki annað fært en að kosningum n. í deildum verði einnig frestað, þar til séð er, hvernig kosningin í Sþ. fer. Verði kosning látin fram fara á mánudag, ræður hlutkesti um, hvor fer í fjvn., 4. maður Sjálfstfl. eða 3. maður Framsfl., en eftir því, hvernig það fer, mun Sjálfstfl. raða mönnum sínum í aðrar n. Ég vil, að þetta komi skýrt fram, og þessi frestur er þá á ábyrgð Framsfl.