07.04.1943
Efri deild: 91. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 589 í B-deild Alþingistíðinda. (851)

176. mál, samflot íslenzkra skipa

Bjarni Benediktsson:

Ég vil þakka hæstv. utanrh. fyrir þær upplýsingar, sem hann hefur gefið. Það er rétt, sem hann sagði, að mikið af þeim samningagerðum, sem fram hafa farið, hefur hafnarstjórnin haft á hendi gagnvart herstjórninni. En hitt er líka rétt, sem ég sagði, að ráðuneytið hefur alveg jöfnum höndum haft afskipti af þessum málum, og ég minnist þess ekki, að það hafi komið fyrir fyrr en í þetta sína, að ráðuneytið hafi beinlínis neitað að hafa afskipti af þessum málum, þar sem að athuguðum öllum atvikum þótti heppilegast, að það hefði í því forgöngu, og ég vil sérstaklega benda á það, að svo framarlega sem nauðsyn var talin á því að taka upp stóran lagabálk um samflot skipa, þá virtist eftir eðli málsins líklegast til árangurs, að ráðuneytið sjálft tæki málið upp. Hitt er annað mál, að það má deila um það, hver leið sé heppilegust í þessum efnum.

Ég vildi láta þessa aths. koma fram í sambandi við þetta mál. Ég vil svo, að gefnu tilefni, mega spyrjast fyrir um það, hverjir aðrir en hafnarstjórinn í Rvík hafa verið skipaðir í þessa hafnarmálan. ríkisstj.