09.04.1943
Neðri deild: 94. fundur, 61. löggjafarþing.
Sjá dálk 736 í B-deild Alþingistíðinda. (961)

140. mál, dýrtíðarráðstafanir

Ingólfur Jónsson:

Ég var því feginn, að nafnakall skyldi viðhaft við þessa atkvgr., svo að hægt væri að heyra, hverjir greiða atkv. með þessu. Það er fróðlegt að heyra, að þeir menn, sem mest hafa fárazt yfir því, að lagðar yrðu 3 millj. kr. í atvinnutryggingarsjóð, skuli nú greiða atkv. með miklu meiri fjárfúlgu. (Ýmsir þm.: Eru umr. leyfðar?).