16.09.1943
Neðri deild: 17. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 672 í B-deild Alþingistíðinda. (1106)

45. mál, hafnarbótasjóður

Flm. (Sigurður Bjarnason):

Herra forseti. Varðandi þessa fyrirspurn vildi ég segja það, að fjarri fer því, að ég telji það eiga að vera útilokað, að kaupstaðirnir komi til greina með styrk úr þessum sjóði. Ég tel það fyllilega samkomulagsatriði í sjútvn., er mun fá þetta frv. til meðferðar, að breyta þessu.

Hins vegar játa ég það, að það er mín skoðun, að sérstaklega þurfi þeir aðilar á styrk að halda, sem tilnefndir eru í frv., þar sem færra er af fólkinu og fjárhagslegt bolmagn minna. En þrátt fyrir þetta meginsjónarmið mitt kemur breyt. í nefnda átt fyllilega til athugunar í n., og ég er óviss um, að það yrði gert að ágreiningsatriði frá hendi okkar flm. þótt frv. yrði breytt þannig.