28.10.1943
Neðri deild: 39. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 729 í B-deild Alþingistíðinda. (1308)

57. mál, jarðhiti

Finnur Jónsson:

Ég vil þakka hv. allshn. fyrir afgreiðslu þessa máls og get líka lýst því fyrir hönd okkar flm., að við getum fallizt á þá breyt., sem n. gerði. Og ég vænti þess, að frv. nái fram að ganga, og ég mun þá væntanlega flytja till. við afgreiðslu fjárl. þannig, að frv. nái tilgangi sínum.