29.11.1943
Efri deild: 57. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 731 í B-deild Alþingistíðinda. (1320)

57. mál, jarðhiti

Frsm. (Bjarni Benediktsson) :

Þm. Str. vildi mæla á móti þessu frv. Nefndin var með því að styrkja þetta, ef jafnt gengi yfir alla. Um hitt, að hér væri um misrétti að ræða, þá virðist mér, að það sé misskilningur hjá þm. Str., þar eð styrkurinn á einungis að vera til rannsókna, en til framkvæmda kemur síðar. T. d. hafa Hafnarfjörður og Akureyri lagt fram fé til að athuga möguleika, en um framkvæmdir er ekki að ræða enn þá, enda munu þær verða fjárfrekar. Ég vænti, að þm. Str. sjái, að þetta hefur verið fljóthugsað og hann sé frv. samþykkur.