09.12.1943
Efri deild: 62. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 794 í B-deild Alþingistíðinda. (1508)

105. mál, vinnuhæli berklasjúklinga

Haraldur Guðmundsson:

Hv. frsm. greindi réttilega frá sérstöðu minni viðvíkjandi þessu frv., og skal ég ekki endurtaka það, sem hann taldi þar til, en aðeins benda á, að ég hef lagt fram brtt. við frv. til fjárl. um framlag til vinnuhælis berklasjúklinga, 600000 kr. Ég geri ráð fyrir, að atkvgr. um þá till. verði lokið, áður en þetta frv. kemur til 3. umr. í þessari d., og mun ég því greiða atkv. um frv. til 3. umr. og sjá svo til, hvernig undirtektir brtt. mín við fjárl. fær. Fari svo, að hún falli, get ég greitt frv. þessu atkv.. þó að ég sé í raun og veru andvígur stefnu þess.