11.11.1943
Efri deild: 46. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 842 í B-deild Alþingistíðinda. (1661)

152. mál, alþýðutryggingar

Frsm. (Haraldur Guðmundsson):

Ég gat þess í fyrstu ræðu minni, að n. mundi taka til athugunar milli umr. þau atriði, sem hv. þm. Barð. ræðir um. Annars mun ég ekki að þessu sinni taka til athugunar ræðu hv. þm. að öðru en því, að ég held, að ég hafi svarað nógsamlega athugasemdum hans varðandi 13. gr. Raunar skýrir gr. sig sjálf. Um þá till. hans að senda stj. atvinnurekendafélagsins málið til athugunar er það að segja, að n. mun taka það til athugunar, en hætt er við, að lítil athugun gæti farið fram, ef svarið ætti að vera komið á mánudaginn. En það mætti þá líka senda málið fleiri aðilum til athugunar, t. d. Alþýðusambandi Íslands.

Ég vil að lokum spyrja hv. þm. Seyðf., hvort það er till. hans, að málinu verði vísað til n.