11.12.1943
Efri deild: 64. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 859 í B-deild Alþingistíðinda. (1680)

152. mál, alþýðutryggingar

Bjarni Benediktsson:

Ég veit ekki um aðra hv. þm., en ég get skýrt frá því um mig, að ég fór á skrifstofu mína á venjulegan hátt, og þá hafði ég engin boð fengið um, að fundur yrði í dag. Það var af tilviljun, að ég kom hingað niður eftir, af því að flokksmenn mínir hringdu í mig og boðuðu mig á flokksfund. Það getur verið, að dagskráin hafi verið send heim til mín, en fyrir menn, sem starfa að mörgu, þá er það nú svona og svona gott, að dagskráin sé send á næturstað. Það var af tilviljun, að ég kom hingað á fund. Ég mun ekki greiða atkv. á móti afbrigðum og mun afhenda hæstv. forseta skrifl. brtt. við frv.