10.12.1943
Efri deild: 63. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 897 í B-deild Alþingistíðinda. (1872)

Afgreiðsla mála úr nefndum o.fl.

atvmrh. (Vilhjálmur Þór):

Herra forseti. Eins og hæstv. forseta mun kunnugt, hef ég haft nokkurn áhuga á því, að 6. mál á dagskránni í dag fengi örugga afgreiðslu, áður en þessu þingi lyki. Það hefur verið nokkuð neðarlega á dagskránni og hefur ekki komizt að nú um skeið. Nú sé ég, að 1. mál á dagskrá (happdrætti) er frv., sem hefur komið síðar fram en frv. til l. um olíugeyma, sem er 6. dagskrármálið, og vildi ég heldur mælast til þess, að það málið yrði látið sitja fyrir, sem fyrr kom fram.