21.04.1943
Sameinað þing: 6. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 36 í D-deild Alþingistíðinda. (2108)

11. mál, samþykki til frestunar á fundum Alþingis

Forseti (GSv):

Með tilvísun til þess, sem ég hef áður sagt, samkv. 23. gr. stjórnarskrárinnar, þá er hér öðru máli að gegna, þar sem hér er átt við, að konungi — eða ríkisstjóra nú í hans stað — og ríkisstj. sé heimilað að gefa út brbl. Hver ríkisstj., sem tæki upp hjá sér að gefa út brbl., ekki aðeins milli þinga, heldur einnig, meðan sama þing er við lýði, yrði að gera það upp á sína ábyrgð. Þessi till. er þýðingarlaus eins og hún er fram komin og efni hennar er, og það er það, sem hv. þm. verða að gera upp við sig. Ég ákveð ekki með úrskurði að vísa henni frá, það er mín ákvörðun í þessu.