01.11.1943
Neðri deild: 40. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 439 í C-deild Alþingistíðinda. (2525)

131. mál, styrktarsjóður verkalýðsfélaga

Flm. (Þóroddur Guðmundsson) :

Það er kannske vangá hjá mér að hafa ekki skýrt mál mitt nógu vel, en ég gerði ráð fyrir, að öllum þm. væri ljóst, að hér er ekki um almenna líknarstarfsemi að ræða. — Það er hæpin röksemd hjá hv. þm., að ekki beri að styrkja sjóðina, þegar búið sé að koma þeim á fót. Það sýnir einmitt bezt, hvað þörfin var mikil, að búið er að koma þeim á fót, og er sérstök ástæða til að styrkja þá viðleitni.