01.11.1943
Neðri deild: 40. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 439 í C-deild Alþingistíðinda. (2529)

131. mál, styrktarsjóður verkalýðsfélaga

Sveinbjörn Högnason:

Hv. flm. vill enn halda því fram, að af því að sjóðirnir séu búnir að skapa sér góða aðstöðu, þá eigi að styrkja þá. Ég hélt ekki, að það mundi koma úr þessari átt, að þeir, sem hefðu mikið, ættu að fá meira. Flm. hlýtur að viðurkenna, að það getur verið jafnmikil neyð hjá öðru fólki en fólki úr verkamannastétt. Þeir, sem kunna ekki að maka krókinn, eiga ekkert að fá, samkv. því, sem hv. flm. heldur fram.