15.11.1943
Neðri deild: 46. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 458 í C-deild Alþingistíðinda. (2594)

138. mál, iðnaðarnám

Frsm. (Emil Jónsson):

Viðvíkjandi þessum aths. hv. 11. landsk. skal ég taka fram, að það er rétt, sem hann sagði, að einstakir nm. áskildu sér rétt til að koma með frekari brtt. við l. eða styðja aðrar, er fram kæmu, en hins varði mig eigi, að neinn nm. kæmi með brtt. við það, sem n. óskipt hafði komið sér saman um að flytja, slíkt finnst mér nú koma úr hörðustu átt.

Í l. frá 1940 var 4. gr. orðuð þannig, að meistarar máttu aldrei hafa fleiri nemendur en sveina, og færu sveinar frá þeim, urðu þeir óviljandi lögbrjótar, með því að þeir höfðu nema samningsbundna til langs tíma og sveinar fengust ekki. 2. gr. frv. átti að færa l. í það horf, að þau yrðu framkvæmanleg. Ég hefði heldur kosið l. þarna óbreytt. en það verður þá að vera unnt að framkvæma þau. Það er meining l., að sveinn eigi að fylgja hverjum nemanda, og sú meginregla raskast ekki við breyt. í frv. Í þeirri breyt. tel ég ekki felast þá hættu, að sveinum fjölgi um of. Í l. eru sveinafélögum tryggð áhrif á það, hve nemendur megi vera margir, og meðan sá íhlutunarréttur er tryggður, er hinn yfirlýsti höfuðtilgangur brtt. á þskj. 379 þarfleysa. Með seinni brtt. gegnir nokkuð öðru máli. Það atriði var rætt hér á þingi fyrir ekki löngu og tilsvarandi ákvæði tekið út úr l., og ég býst ekki við, að þm. hafi skipt þar svo um skoðun, að mikið þýði að fara fram á þessa breytingu. Ég efast um, að unnt verði að fella þessar brtt. inn í l. án þess að breyta um leið mörgu öðru, sem til árekstra gæti þarna leitt. Þegar nemendur hafa gert einkasamning hver um sig við meistara sinn, eru þeir honum miklu bundnari en sveinar, sem ráðnir eru með kjörum ákveðnum af félögum fyrir stéttarheild, og það er ekki hægt með svona lagabreyt. að leysa nemandann undan öllum skuldbindingum.

Ég vænti þess, að frv. verði samþ. eins og það er.