22.10.1943
Neðri deild: 36. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 136 í D-deild Alþingistíðinda. (2748)

106. mál, rannsókn á olíufélögin og um olíuverzlunina

Garðar Þorsteinsson:

Hver þm., sem vill athuga málið rólega, hlýtur að fallast á, að það fari til n., því að sjálfur ráðh. (BÓ) hefur á þessum fundi látið þau ummæli falla, að sjálfsagt væri, að viðskiptaráð héldi rannsókn sinni áfram. Hann veit, að þar liggur ekkert fyrir, sem er knýjandi ástæða til sakamálsrannsóknar. En hér er farið fram á, að Alþingi fyrirskipi sakamálsrannsókn án rannsóknar viðskiptaráðs, og afgreiðsla slíks máls án n. yrði þinginu varla til sóma. Ég vil enn benda á eitt atriði: Þeir sakbornu hafa alls ekki verið kallaðir á fund sjútvn., þegar hún fjallaði um málið, svo að þeir gætu gefið skýrslu og Alþ. gæti fræðzt um málið frá þeirri hlið. Ráðh. sagði, að af þeim gögnum, sem fyrir lægju, væri ekki unnt að gera sér grein fyrir, hvort um saknæmt atferli væri að ræða. Séu aðilar hins vegar svo sekir, sem ýmsir þm. virðast halda, sýnist manni augljóst, að þeim verði ekki undankomu auðið, þó að málið verði vel athugað og fylgt siðaðra manna venjum.