13.09.1943
Efri deild: 16. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 583 í C-deild Alþingistíðinda. (3016)

37. mál, alþýðutryggingar

Haraldur Guðmundsson:

Það er að vísu rétt, að tekjur sjóðsins hafa aukizt meira undanfarið en dýrtíðin segir til um, en það stafar af því, að vinna hefur aukizt í landinu og menn borið hærri tekjur úr býtum en áður. En það raskar því ekki, að grundvöllur lífeyrissjóðs eða tekjustofnar eiga að haldast óbreyttir.