15.12.1943
Efri deild: 66. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 258 í D-deild Alþingistíðinda. (3279)

180. mál, jarðræktarmál

Flm. (Eiríkur Einarsson):

Ég ætla að forðast að leiða önnur mál inn í umr. um þessa till. Vil ég aðeins taka fram, að ég er hissa á, að svo hófsamur maður sem hv. 1. þm. N.-M. skuli telja, að þessi till. mundi tefja breyt. á jarðræktarl. Ég veit, að góður hugur fylgir þessum ummælum, en ég held, að þessi till. geti ekki tafið. Hún er hvatning, og því betur sem henni er fylgt, því nær á lagasetningin að vera.

Það er rétt, að ekki var tekið fram, að kostnaðinn skuli greiða úr ríkissjóði, en svo er um margar till., og kemur það ekki að sök.