20.09.1943
Neðri deild: 19. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 576 í B-deild Alþingistíðinda. (799)

54. mál, afmáning veðskuldbindinga úr veðmálabókum

Frsm. (Garðar Þorsteinsson):

Þetta frv., sem allshn. flytur að beiðni stjórnar félags héraðsdómara, er um að framlengja um árs skeið frá 1. apríl s. l. eða til 1. apríl 1944 frestinn, sem sýslumönnum og bæjarfógetum er veittur í l. til að afmá veðskuldbindingar úr veðmálabókum með ógildingarstefnu. Reynslan sýnir, að þessa er þörf, því að ekki hefur unnizt tími til þess á sumum stöðum að rannsaka öll skjöl, sem þurfti, til þess að ógildingin gæti farið fram, fyrr en frestinum lauk.