17.09.1943
Neðri deild: 18. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 600 í B-deild Alþingistíðinda. (880)

48. mál, verðlag

Fjmrh. (Björn Ólafsson):

Herra forseti. Út af fyrirspurn, sem hv. þm. Siglf. (ÁkJ) beindi til ríkisstj. í því sambandi, sem hér hefur verið rætt um, vil ég upplýsa það, að mér vitanlega er ekki ágreiningur milli n. og ríkisstj. um það, hvernig þetta beri að bæta upp. Ríkisstj. telur sér ekki skylt að uppbæta mjólkina á annan hátt en þann að leggja til grundvallar kr. 1.23 sem verð mjólkurinnar til bænda og bæta við 34 aurum og raunverulegum vinnslukostnaði frá mánuði til mánaðar. Þess vegna telur ríkisstj. sig ekki að því leyti bundna við það verð, sem n. hefur sett á mjólkina. Og ég hygg, eins og ég tók fram, að það sé engin deila milli n. og ríkisstj. í þessu efni.