25.10.1943
Efri deild: 39. fundur, 62. löggjafarþing.
Sjá dálk 634 í B-deild Alþingistíðinda. (916)

48. mál, verðlag

Frsm. (Haraldur Guðmundsson):

Út af því, sem næstsíðasti ræðumaður sagði, vil ég taka það fram, að það er rétt hjá honum, að það er tvímælalaust, að viðskiptaráð verður að skera ár, ef ágreiningur rís. En um grg. hv. landbn. Nd. er ég varla fær að ræða, en mér skilst, að það, sem vakað hefur fyrir n., sé það, að ekki sé ráðlegt að leggja þessar n. niður, meðan ekki er vitað, hve langur starfstími vísitölun.: verður. Ég hef skilið frv. svo, að ætlazt sé til, að n. þessar leggi sinn útreikning fyrir viðskiptaráð. Og við þrír nm., sem höfðum málið til meðferðar fyrir hönd Ed., töldum ekki ástæðu til að taka aðra ákvörðun um þetta í bili.