01.02.1945
Neðri deild: 118. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 734 í B-deild Alþingistíðinda. (1007)

273. mál, síldarverksmiðjan á Sólbakka

Sigurjón Á. Ólafsson:

Herra forseti. — Ég sé, að frsm. n. er eigi mættur hér, en mér þykir hlýða að segja um þetta örfá orð.

N. var sammála um að veita ríkisstj. þá heimild,. sem frv. fer fram á.

Stjórn síldarverksmiðja ríkisins er þessu samþykk, og mun vera í ráði, að þeir atvinnurekendur, sem hugsa sér að kaupa verksmiðjuna, ætli að reka hana í sambandi við annan rekstur sinn,. en verksmiðjan hefur ekki verið starfrækt nú um lengri tíma.

Að þessu athuguðu mælir n. með því, að frv. verði samþ. óbreytt.