15.02.1945
Efri deild: 128. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 777 í B-deild Alþingistíðinda. (1121)

250. mál, ríkisreikningar 1941

Gísli Jónsson:

Með tilvísun til umr. í Sþ. um þál. um hraðari afgreiðslu ríkisreikningsins og umr. við samþ. fjáraukal. fyrir 1941 vil ég taka fram. að mátt hefði gera ráð fyrir, að frá fjhn. heyrðist einhver rödd um, að þessi ríkisreikningur hefði mátt vera fyrr á leiðinni. Mér þykir dálítið undarlegt, að n. skuli ekkert víkja að því í áliti sínu. Það hefur komið í ljós, að eftir er að kjósa endurskoðendur landsreikninganna 1944. Ég vildi beina því til hæstv. fjmrh., hvort hann vildi ekki koma því til vegar, áður en þessu þingi lýkur. Ég veit það er ósk hans, að endurskoðunin dragist sem minnst. Þáltill. í Sþ. um, að þessu sé kippt í allt annað horf en er, hlýtur og að verða brýning til ríkisstj. um að láta ekki sitt eftir liggja.